Fáranlega vitlaus auglýsing!

Alveg sammála formanni Læknafélagsins, Birnu Jónsdóttur, um að þarna er á ferðinni "fádæma sóðaleg & vitlaus auglýsing."  Eru Samtök iðnaðarins (SI) að leggja það að jöfnu að fara í fóstureyðingu og setja upp rafmagnstöflu..Grin. Sá grunnur læðist að manni að þessi heimskulega auglýsing sé hönnuð af karlmanni, samþykkt af karlmanni og kalli fram húmor hjá einhverjum "örfáum" karlmönnum.  Sjálfur hef ég gríðarlegan húmor, en ég ef engan húmor fyrir svona steypu!  Auglýsingin er viðbjóðslega ljót og sem markaðsfræðingur & fyrrum auglýsingastjóri þá skil ég engan veginn hvað SI er að fara með að birta svona auglýsingu?  Hver er eiginlega boðskapur auglýsingarinnar?  Eina sem hún hefur gert er að gefa innsýn í þá sorglegu staðreynd að SI þarf augsjáanlega að reka núverandi markaðsfulltrúa sinn og svo liggur beinast við að skipta um auglýsingastofu.  Enginn með fulla fimm, samþykkir að útbúa & birta svona auglýsingu, grátlega vitlaus & móðgandi auglýsing...Whistling.


mbl.is „Fádæma sóðaleg auglýsing“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sá þessa auglýsingu í Fréttablaðinu í dag og hún “sló” mig strax. Þó ekki eins og flesta hérna því mér fannst hún bara mjög athyglisverð. Hún vekur mann til umhugsunar um það hvers vegna það ætti að vera sjálfsagt að ráða fúskara í hins ýmsu verk þar sem í raun er krafist fagmennsku og réttinda þegar manni myndi ekki detta í huga að samþykkja fúskar í því hlutverki sem sýnt er á myndinni. Þetta er í raun frábær auglýsing og að mínu mati gerðu Samtök iðnaðarins mistök í að taka hana úr drefingu. Það er mér algjörlega hulin ráðgáta hvernig í ósköpunum einhverjir læknar eða femínista geta gert athugasemdir við þetta. Þarna er ekki verið að vega að einum eða neinum nema ófaglærðum fúskurum. Líta læknar á sig sem slíka?

Bjarki (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 23:47

2 identicon

Kæri Bjarki, ég er með Master í markaðsmálum og hef verið auglýsingastjóri í yfir 5 ár, ég get strax sagt þér að þessi auglýsing er út úr kú, í raun glæpsamlega vitlaus, boðskapurinn er óskýr, sviðsmyndin viðbjóður, og svona auglýsingu birta bara ekki félagasamtök eins og SI, auk þess sem augljóst hefði átt að vera allan tímann að þessi auglýsing myndi móðga bæði heilbrigðisstéttina hérlendis og viðkvæmar sálir.  Þetta er einhver heimskulegasta auglýsing sem birst hefur í íslenskum dagblöðum í ára raðir.....  Læknar eru gríðarlega vel menntaðir og þeir skilja auðvitað ekki svona steypu auglýsingu og réttlætiskennd þeirra er eðlilega gróflega misboðið, ekkert flókið við þeirra viðbrögð - mjög eðlileg & fyrirsjáanleg.

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jakob Þór Haraldsson

Höfundur

Jakob Þór Haraldsson
Jakob Þór Haraldsson
Heilbrigð skynsemi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...2009_994877
  • Jakob2009

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband