Landsamband íslenskra níðinga!

Í MBL les maður eftirfarandi: "Lánasjóður íslenskra námsmanna neitaði Ægi Sævarssyni, atvinnulausum föður þriggja barna, um greiðslufrest hjá stofnuninni og sendi kröfuna til innheimtufyrirtækisins Intrum Justitia.  Ægir Sævarsson var söluráðgjafi hjá Skýrr en missti vinnuna í mars. Kona hans er í námi en þau hafa fyrir þremur börnum að sjá. Lánasjóðurinn segir hann ekki hafa verið atvinnulausan nógu lengi til að eiga rétt á frystingu. Samkvæmt reglum sjóðsins þurfa að líða fjórir mánuðir frá því að fólk missir vinnuna þar til það á rétt á slíkri fyrirgreiðslu. Undanfarið hefur Ægir hinsvegar gengið lánastofnana til að fá lánin fryst til að geta rekið heimilið á bótum. Hann segir mikilvægt að bregðast við áður en allt fari í óefni og sérkennilegt að vera hundeltur af LÍN af öllum stofnunum. Það séu átján þúsund manns atvinnulausir og það taki lengri tíma að finna vinnu en í venjulegu árferði. Lánasjóðurinn hafi verið erfiðastur viðureignar af öllum sem hann hafi rætt við og hann hafi staðið andspænis því að greiða allt strax eða missa það í innheimtu..Bandit."

Ég er í þeim hópi sem hefur þurft ítrekað að glíma við fjármálastjóra & stjórn LÍN í langan tíma. Það er vægast sagt ÖMURLEG upplifun að eiga við þessa misheppnuðu stofnun...Errm.  En svoleiðis hefur það ekki alltaf verið, ég mann t.d. að fyrir ca. 3-5 árum var t.d. meiriháttar fjármálastjóri í vinnu hjá LÍN - Stefán - var einnig framkvæmdastjóri hjá BHM og starfar nú sjálfstætt.  Stefán var alltaf "hlýlegur, skilningsríkur og sanngjarn....Halo" - hann er því miður fyrir löngu hættur og bara fábjánar komnir þarna inn í innheimtuna hjá LÍN.  Ég sem stjórnmálaráðgjafi grátt bað t.d. okkar frábæra Menntamálaráðherra að fara vel ofan í saumanna á LÍN.  Þar yrði að kasta út vondri stjórn (það gerði hún strax), ég óskaði einnig eftir því að hún tæki STRAX fyrír þá leið LÍN að senda GRIMMT allar ógreiddar skuldir til Intrum Justitia.....Bandit.  Mér finnst algjörlega ÓVERJANDI að ríkisstofnun eins og LÍN séu ávalt fyrstir til að BERJA á sínum fyrrum SKJÓLSTÆÐINGUM...!  Því miður hlustar þetta ágæta stjórnmálafólk okkar ekki alltaf á ráðgjöf "Heilbrigðar skynsemi".  Ég stakk einnig upp á að farið sé að greiða námsmönnum mánaðarlega út þeirra námslán, í stað þess að stýra okkur alltaf yfir í "glæpsamlega dýr yfirdráttarlán" - mér skilst að Katrín ætli að verða við slíkum breytingum.

EF maður ber saman LÍN við lánasjóði á Norðurlöndum, þá kemur í ljós "himinn & haf" á milli þeirra kerfis og því glæpsamlega kerfi sem RÁNFUGLINN kom hér upp tengt LÍN.  Í mínum huga stendur skammstöfunin LÍN fyrir "Landssamband íslenskra níðinga...Crying."  Ef ég væri svo heppinn að vera t.d. norskur námsmaður þá væru t.d engir ábyrgðarmenn á skuldum mínum, þá væri enginn verðtrygging á þessum lánum, vextir væru 1-2% og ca. 30-60% af lánum myndi breytat í styrki í þeirra kerfi....WhistlingÉg bið einnig landsmenn að hafa í huga að fyrrum námsmenn LÍN fengu sýn námslán meira og minna gefins, óverðtryggt - það var í lagi, en við hin sem á eftir komum, það lendir á okkur að rétta við fjárhagshrun sjóðsins...Whistling

Íslenskir fjölmiðlar fjalla því miður ALDREI um þær BIRGÐAR sem kynslóð Ingibjargar Sólrúnar & Davíð Oddssonar leggja á mína kynslóð, við eigum að greiða okkar OKURLÁN upp í RJÁFUR, á meðan þau fengu húsnæðis- & menntunarlán sín niðurgreidd...!  Þetta sama SKÍTAPAKKA sem fékk meira minna allt frítt, úthlutaði sér svo "eflaunafrumvarp sem sýndi þjóðinni þeirra sanna andlit," það tók svo fjölda ára að ná fram leiðréttingu á þeim VIÐBJÓÐSLEGA siðblinda gjörningi SPILTRA íslenskra stjórnmálamanna!  Þetta sama lið er svo að standa vörð um "verðtryggingu & eignir lífeyrissjóðanna, ekki má skerða þeirra eignir..Cool" - halló - halló - við erum í raun ÖLL eigendur lífeyrissjóðanna, en fáum við einhverju ráðið með hvernig þeim er stjórnað...?  Nei, meðvituð ákvörðun er tekinn að SPILTU stjórnmálaliði að aldrei skulið hlustað á RÖDD þjóðarinnar, ótrúlegt en satt...Whistling.  Lífeyrissjóður Verzlunarmanna er gott dæmi um stjórn sjóð sem hikar ekki við að FALSA reikninga sýna & fela RAUNVERULEGT tap - ótrúlega siðblint lið sem stýrt hefur lífeyrissjóðum landsmanna....Cool.

Ég held að það sjái það allir sem vilja sjá, að á Íslandi (Djöflaeyjan - nú Þrælaeyjan) hefur verið lengi vitlaust gefið að siðblintu- & spiltu stjórnmálapakki...!  Fólki sem hugsar ávalt um að koma "sér & sínum á ríkisspennann", en við hin, almenningur í landinu megu svo éta það sem úti frís...Whistling.  Ég nenni varla að taka þátt í svona "apaspili" lengur - Ísland á að vera & getur auðveldlega verið ÆVINTÝRLAND fyrir okkur ÖLL, bara ef við fáum fólk upp í brú sem er HEIÐARLEGT og vil vinna að hag allra landsmanna, stjórnmálafólk sem er í þessu af HUGSJÓN..!  Ef slík vinnubrögð fara ekki að deta inn fljótlega, þá verður landið bara "rjúkandi rústir næstu 10-15 árin" - farið nú að gefa rétt og spila með þjóðinni.   Búum til réttlát & sanngjarnt samfélag, eitthvað sem RÁNFUGLINN hafði aldrei áhuga á meðan hann stýrði.  ÉG vona INNILEGA að vinstri stjórn beri GÆFA til að fara gera hér hlutina af viti...Halo.  Ég spyr eins og svo oft áður: "Er ekki timi til kominn að virkja Heilbrigða skynsemi" áður en þjóðarskútan sekkur aftur í hafið?"

kv. Heilbrigð skynsemi


mbl.is Hundeltur af LÍN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jakob Þór Haraldsson

Höfundur

Jakob Þór Haraldsson
Jakob Þór Haraldsson
Heilbrigð skynsemi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...2009_994877
  • Jakob2009

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 36443

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband