9.1.2010 | 11:08
Stjórnvöld vakni!
Sorglegt að stjórnvöldum skildi ekki bera gæfa til að standa STRAX fyrir LEIÐRÉTTINGU lána eftir hrunið, en þau gátu ekki hugsað sér að taka undir sumar hugmyndir Framsóknar og fínpússa þær. Þau völdu að haga sér eins & strúturinn, stinga hausnum í sandinn og láta bankanna leysa málið..! Halló - halló, bankarnir sem eiga stærsta þátt í hruninu eiga að hreinsa upp eftir sjálfa sig..lol..! Nei, stjórnvöld VERÐA og ber SKYLDA til að koma inn á leiksvið fáranleikans og setja fram viðunandi LAUSNIR sem nýtast FÓLKINU í landinu. Lausnir sem taka MIÐ af hagsmunum fólkins, lausnir sem setja einnig KVAÐIR á bankanna.
Segjum að ég t.d. missi 3 herbergja íbúð til Landsbankans vegna þess að erlend lán mín er hvíldu á íbúðinni eru mér ofviða, samt fylgdi ég ráðgjöf bankanna...lol..! Okey ég tapa þá íbúðinni, en stjórnvöldum ber skylda til að setja LÖG sem skylda þá bankanna til að LEIGJA mér tilbaka þessa sömu íbúð á því leiguverði sem gildir á markaðnum. Stjórnvöld verða að tryggja að bankarnir leigi mér ekki þessar íbúðir á okurverði. Í raun má þá segja að bankarnir fari í samkeppni við Félagsbústaði og aðra álíka aðila, en ég tel þetta BESTU lausnina fyrir alla. Viðkomandi fólk getu haldið áfram að vera í SÖMU íbúð, sér fram að eignast hana aldrei aftur, en fær tækifæri til að rétta sig við á heimaslóðum.
Ef þetta væri alvöru "Norræn velferðastjórn" þá væri þessi AUMA ríkisstjórn á fullu að setja bönkunum "skýrar leiðbeiningar - leiðbeiningar um hvernig stjórnvöld vilji að þeir axli ÁBYRGÐ á þátttöku sinni í HRUNINU..!" Á meðan stjórnvöld standa á hliðarlínunni (sem þau hafa gert frá byrjun hrunsins) þá er ekki von á góðu. Fólk mun AUÐVITAÐ rísa upp brjálað í byrjun marz þegar byrjað verður að bera fólk út úr sínum íbúðum. SteinRÍKUR fjármálaráðherra mun eflaust segja að ríkisstjórnin láti bankanna sjá um þessi mál & blandi sér ekki inn í starfsemi bankanna. SteinFREÐUR er því miður til háborinnar skammar, hann hugsar ALDREI út fyrir A-4 boxið, fær leiðtogi tekur yfir stjórn hluta í byrjun og kemur hlutum í þann farveg sem verndar hagsmuni "fólksins í landinu" - en "ekki hagsmuni auðvaldsins" - en SteinGRIMUR & Jóhanna eru svo sannarlega LÉLEGIR leiðtogar & verkstjórn þeirra yfirleitt til háborinnar skammar. Það verður spennandi að fylgjast með þróuninni. Ég óttast það VERSTA, en við skulum búast við því besta - að þessi ríkisstjórn verði farin frá völdum í sumar..!
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Uppboð auglýst á 150 eignum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jakob Þór Haraldsson
Bloggvinir
- ak72
- ace
- andrigeir
- annaragna
- arikuld
- arnthorhelgason
- axelaxelsson
- skagstrendingur
- axelpetur
- baldurborg
- baldher
- baldurkr
- baldvinj
- bensig
- benediktae
- bergthorolason
- birgitta
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- siggibragi
- gattin
- egill
- jari
- einarbb
- einarborgari
- leifurl
- sunna2
- estheranna
- eyglohardar
- finni
- fhg
- gesturgudjonsson
- gudbjornj
- elnino
- bofs
- hardarson
- hreinn23
- gudnym
- bellaninja
- neytendatalsmadur
- hallarut
- xstrax
- halldorjonsson
- hallurmagg
- sveinnelh
- haddi9001
- maeglika
- hhbe
- hjorleifurg
- hlynurjor
- jensgud
- johanneliasson
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- jonsnae
- prakkarinn
- askja
- kolbrunerin
- krist
- kristinn-karl
- kristinnp
- krisjons
- kga
- altice
- larahanna
- ludvikludviksson
- lydurarnason
- magnusthor
- vistarband
- elvira
- martasmarta
- methusalem
- mixa
- predikarinn
- pallvil
- raggig
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- raksig
- undirborginni
- runirokk
- salvor
- fullvalda
- duddi9
- sigurjonth
- siggi-hrellir
- sisi
- hosmagi
- stormsker
- saevarh
- theodorn
- toro
- tryggvigunnarhansen
- tryggvigislason
- vala
- valgeirskagfjord
- villibj
- au
- kreppukallinn
- reykur
- thjodarsalin
- aevark
- isleifur
- astromix
- omarragnarsson
- os
- kermit
- tsiglaugsson
- thorsaari
- icekeiko
- thorhallurheimisson
- tbs
- bjarnijonsson
- elismar
- frjalslyndirdemokratar
- vidhorf
- tilveran-i-esb
- jonvalurjensson
- sigurdurkari
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bankarnir eiga í það heila tekið ekki að hafa möguleika á að geta hirt eignir fólks vegna vanskila þessa dagana. Það á EKKI að þurfa að setja lög um að fólk geti síðan leigt af mestu náð og miskunn eignir sem það hefur fjárfest í með samþykki bankanna. Þessi uppboð á hreinlega að STOPPA STRAX. Þetta líkist ekki neinu! Bankarnir eiga stóra sök á hruninu, almenningur hefur einungis gerst sekt um að kaupa sér fasteignir og taka lán í bönkunum í þeirri trú að það væri allt í lagi hjá þessum stofnunum. Það reyndist rangt og almenningur á EKKI að þurfa að blæða fyrir og sjá á eftir öllu sínu í hendur þessara glæpastofnana! Ríkisstjórnin verður að horfast í augu við að það er nauðsynlegt að lækka höfuðstól lána og það strax!
Edda Karlsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 11:40
Ríkisstjórnin er í herfjötrum. Annars vegar eru fræðingar sem hafa ekki skoðað neitt annað en tölur og tölvulíkön og gleymst hefur að uppfræða um það að Exel er ekki hluti af stjórnvöldum en í mesta lagi hjálpartæki.
Hinn vandinn tengist þeim fyrri og snýr að þeirri gleymsku að það er fyrst og fremst þjóðin sem þeir hafa skyldur við en ekki niðurstaðan í reikningsdæminu.
Árni Gunnarsson, 9.1.2010 kl. 12:13
Kæri Árni hjartanlega sammála þér eins og ávalt, stjórnvöld líta allt of oft á fólkið í landinu (þjóðina) sem einhverjar kennitölur...lol..! Skilda stjórnvalda á að vera að VERJA hagsmuni einstaklinga, ekki hagsmuni auðvaldsins...lol...! Tala nú ekki um ef viðkomandi stjórnvöld líta á sig sem "Norræna velferðastjórn...." Kæra Edda rétt hjá þér að stjórnvöld ættu fyrir löngu að vera búin að átta sig á nauðsyn þess að koma fram með leiðrétttingu & lækkun lána, en því miður gefa þau bönkunum frítt spil í að finna lausn. Þessi ríkisstjórn er vita gagnlaus & stórhættuleg land & þjóð, enda er Samspillingin ennþá upp í brú þjóðarskútunnar...."
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 9.1.2010 kl. 13:24
Hræddur við þessa stjórn gerir ekki góða hluti í sambandi við bankana og þá sem báru ábyrgð á hruninu semur af sér og þvingar fólk til fylgis við sig.
Sigurður Haraldsson, 10.1.2010 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.