Steinfreður ekki meir!

Á alþingi talaði Steingrímur á þann veg að hann væri að reyna að koma VITINU fyrir alþingismenn....lol....ótrúlegur hroki hjá honum!  Ef Steingrímur vil sjá fábjána þá ætti að vera nóg fyrir hann að líta í spegill.  "Við erum ekki að semja við okkur sjálf....VÁ....ótrúlega upplýsandi speki...VÁ...!"  Sumir BLINDIR stuðningsmenn hans HRÓSA honum grimmt fyrir hversu DUGLEGUR - hann er.   Mikilvægur kostur eða hvað?   Já & nei, Steingrímur & framkoma hans í þessu Icesave máli minnir mig ítrekað á duglega skógarhögsmanninn sem tók að sér að vinna dag & nótt í rúmt ár við að fela niður skóg, en vandamálið var bara að kjáninn var í vitleysum skóg allan tímann.  Þannig að hann olli gríðarlegu tjóni, hann sóaði rúmu ári í vitleysu og það fyndna í dæmisögunni er að hann vil svo fá að halda áfram að fela niður tré...!  Nei gefið mér frekar skógarhögsmann sem stígur í vitið og veit hvað hann er að gera.  Félagi Steingrímur, þú ert hér með REKINN - takk ekki meir Geir - sorry - ekki meir Steingrímur!  Sagan um "nakta keisarann" kemur einnig upp í hugann.  Þegar viðkomandi keisari áttaði sig loksins á að leikið hafði verið á hann, þá játaði hann "hégóma sinn & varð aftur góður keisari".  Í raun má segja að bæði Steingrímur & Ólafur Ragnar hafi óvart lent tímabundið í hlutverki nakta keisarans - annar þeirra ákvað að skipta um skoðun og er nú þjóðhetja, hinn heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist...lol...!  Þess vegna kalla ég Steingrím yfirleit- SteinFREÐ - mér finnst oft eins og heilinn hans sé bara frosinn!

Í öllum DEILUM þá eru til "ólíka lausnir & leiðir" og vissulega greinir menn oft á um réttlátar lausnir. Takist fólki ekki að leysa mál í sátt, þá gefur "auga leið að fólk, fyrirtæki & ríki leita til dómstóla" til að fá útskurð fagaðila um málið. Frá byrjun hefur verið AUGLJÓST að bretar & hollendingar vilja ekki fara þá leið, því þeir vita að allar líkur (ca. 95%) eru á því að þeir tapi slíkum málaferlum.  Það hjálpar ekki bretum & hollendingum til lengdar að draga þessa deilu á langinn, þeir vita auðvitað að þessa deilu þarf að leysa "á pólitískum nótum" það hefur í raun verið frekar augljóst frá byrjun.  Það eina sem Leppalúði & Grýla þurfa að gera er að setjast niður með hinum jólasveinunum, þ.e.a.s. formönnum & varaformönnum allra stjórnmálaflokka hérlendis og vera SAMMÁLA um hvaða LEIÐ - sjónarmið stjórnvöld velja að koma á framfæri við UK & Holland eftir að þjóðin hefur staðfest höfnun á IceSLAVE samningnum.

Bretum & hollendingum er kunnugt um að ÞJÓÐIN mun hafnar algjörlega þessum FÁBJÁNA samningi sem AGS, EB, UK, Holland & skötuhjú reyndu að troða ofan í kokið á þjóðinni (stórglæsilegur samningur..lol..!).  Í ljósi þess að ekki hefur nást samningur í þessu ömurlega máli þá mun taktík UK & Hollands vera sú í byrjun að "hræða, blekja & kúga þessa aumu ríkisstjórn" - því tel ég nauðsynlegt að þau skötuhjú segi af sér við fyrsta hugsanlega tækifæri.  Nýr forsetisráðherra upplýsir breta & hollendinga síðan um nýja samninganefnd okkar.  Það er auðvitað alfarið ákvörðun þeirra hvort þeir vilja ræða við þá samninganefnd eður ey!  Velji þeir að ræða þetta mál ekkert frekar, þá leysist málið ekki á stjórnmálalegum nótum, þá fer málið fyrir dómstóla hérlendis og ÞJÓÐIN fagnar því auðvitað. 

Mín ágiskun er að auðvitað fer að stað nýtt samningaferli & nýjar samninganefndir.  Í því ferli vona ég inniega að samstaða náist hjá ólíkum stjórnmálaflokkum okkar að draga línuna á þeim nótum að VIÐ (íslenska samninganefndin) ákveður að hægt sé að sætast á leið 1 eða 2 (hér fyrir neðan) en öllum öðrum leiðum eða óskum breta & hollendinga verður bara hafnað af okkar hálfu.  Það væri svo vonandi hlutverk 3 aðila eins og Frakklands að miðla málum í þessari deilu og draga EB inn í samningaviðræður tengt lausn.  Hvað sem gerist þá er lykil atriði fyrir framhaldið að "Steingrímur & Jóhanna segi af sér" - þeim er ekki stætt að sitja áfram, í lok febrúar mun Jóhanna eflaust skila inn stjórnarumboði sínu til Forseta Íslands.  Ég fagna því innilega þegar sá dagur kemur - í mínum huga hefur því miður "verkstjórn þeirra verið í RuslFlokki" í langan tíma - þeim er ekki stætt á að sitja eftir að hafa reynt ítrekað að VERJA hagsmuni UK & Hollands, tala ítrekað þeirra mál og slá SKJALDBORG um þeirra hag ávalt.  Þau spila ítrekað gegn þjóð sinni - ég vil því fá þau burt!

 

Hvaða 5 leiðir - LAUSNIR eru mögulegar?  Í mínum huga standa deiluaðilar frammi fyrir þessum leiðum:

 

1.  Sú krafa Sjálfstæðismanna að Íslendingum beri ekki skilda til að greiða meira en sem nemur upphæð sem tengist Trygginarsjóðnum. 

2.  Við samþykkjum að greiða 24.887 evrur á hvern innistöðu reikning hollendinga & breta sem þeir voru með á þessum Icesave reikningum og ekki krónu meira en það.

3.  Við samþykkjum að greiða 24.887 evrur á hvern innistöðu reikning hollendinga & breta, auk þess sem við greiðum 1% vexti aukalega til UK & Hollands.

4.   Við samþykkjum að greiða 24.887 evrur og allt sem alþingi var áður búið að semja á Alþingi um sumarið 2009, þannig að þau lög gilda óbreytt, með 5,5% vöxtum & fyrirvörum

5.   Við samþykkjum að greiða 24.887 evrur og samþykkjum þau lög sem Forseti Íslands hafnaði í desember 2009. Þá getum við búist við greiðsluþroti eða þurfa að greiða næstu 30-50 árin.

 

Takið svo eftir því að Steingrímur ætlar næstu 6-10 vikurnar að tala fyrir málstað UK & Hollands, reyna að sannfæra þjóðina um kosti samningsins, um glæsilegan samning...lol..!  Reyna að sannfæra okkur um að ekki sé hægt að ná betri samning....lol..."hræða, ljúga & blekkja eigin þjóð endarlaust".  Margir (H)eldri borgar tala um að þau skötuhjú eigi í raun bara heima á KÓPAVOGSHÆLI eftir framistöðu þeirra í þessu máli, ég er einnig að komast á sömu skoðun.  Alaveganna finnst mér framistaða þeirra í þessari erfiðu deilu til háborinnar skammar.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)


mbl.is „Ekki einhliða innanríkismál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jakob Þór Haraldsson

Höfundur

Jakob Þór Haraldsson
Jakob Þór Haraldsson
Heilbrigð skynsemi
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...2009_994877
  • Jakob2009

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband