Fjármálakreppa seinni bylgja á leiðinni!

Í mínum huga er enginn spurning um að seinni bylgja tengt fjármálakreppun á eftir að koma fram.  Ástæðan er í raun augljós og tengist eftirfarandi staðreyndum:  a)  Enn er til gríðarlega mikil fjöldi af slæmum og töpuðum lánum sem bankarnir velja viljandi að FELA.  Þeir eru í raun ekki búnir að afskrifa þessi vonlausu lán sýn, heldur eru þeir að vona að þeir geti dreift tapinu yfir á næstu 10 ár eða svo;  b) Bankastjórar & starfsmenn banka & fjárfestingasjóða halda áfram því að "arðRÆNA bankanna & þessar stofnanir innanfrá með glæpsamlegum bónus greiðslum & fáranlega háum launum, þó svo árið 2009 hafi verið versta í bankasögunni síðan 1930, ótrúleg hegðun sem mun auðvitað hafa mjög slæmar afleiðingar;  c)  Ýmsir fjármálasérfræðingar, meðal annars Nóbelsverðlaunarhafar, segja aðra heimskreppu í nánd ef reglur um áhættufjárfestingar banka verði ekki hertar svo um munar. Fram kemur í umfjöllun bandarísku ABC fréttastofunnar að efnhagsreikningar margra banka á Wall Street hafi verið hreinn uppspuni og þær aðgerðir sem bandaríkjastjórn hefur gripið til séu ekki næginlegar (www.visir.is - 04.03.2010, 13:03). Bankar séu nú þegar að taka miklar áhættu í fjárfestingum. Þetta eigi bara enn eftir að aukast;  d) Brengluð hegðun bankanna mun leiða til þess að almenningur mun ekki endarlaust samþykkja að opinbert  FÉ sé fært yfir í þennan geira til að bjarga honum, slíkt mun auðvitað leiða til kreppu;  e)  Fleiri og fleiri hérlendis og erlendis eru atvinnulausir og langvarandi atvinnuleysi á bara eftir að aukast, sem þýðir að erfiðara verður fyrir þá aðila að greiða af lánum, auk þess sem borin von er að einkaneysla fari upp, sem þýðir minni eða neikvæðan hagvöxt ef frá er talið Kína;  f)  Náttúruhamfarir eiga bara eftir að aukast og ekki hjálpar slíkt upp á slæman fjárhaga ólíkra ríkja sem verða fyrir slíkri gjöreyðingu!  Strax nú eftir jarðskjálftan á Haítí er augljóst að afskrifa þar 9.000 milljarða skuld þeirra og Frakkar hafa þegar afskrifað sín lán (700 milljónir);

G) Sagan er full af dæmum um óhóflega seðlaprentun sem lyftir hagkerfinu í örstuttan tíma en rústaði síðan öllu; H)  Fjöldi landa stendur á barmi "greiðsluþrots" og í raun borinn von að lönd eins og Grikkland hafi bolmagn & vilja til að taka á sig þann niðurskurð sem þarf.  Í raun mun FÓLKIÐ í viðkomandi löndum rísa upp, mótmæla, verkföll og allt loga í leiðindum.  Frekar líklegt að stjórnir falli og nýjar stjórnir lýsi yfir greiðsluþroti.  Þeim mun fleiri þjóðir sem lýsa yfir greiðsluþroti - þeim mun fleiri munu bætast í hópinn og stinga af frá of þungum skuldum.  Í raun bara eðlileg framkvæmd sem mun valda gríðarlegum (óbærilegum) þrýsting á hagkerfið með þeim afleiðingum að allt fer á versta veg! I) Það er bara tímaspursmál hvenær Kalifornia fer á hausinn, á þessa staðreynd bendir t.d. Jamie Dimon forstjóri bandaríska bankans JP Morgan Chase, en han segir að umheiminum stafi muni meiri hætta af efnahagsástandinu í Kaliforníu heldur en efnahagsvandræðum Grikkja.  J) Samkvæmt upplýsingum sem Innistæðutryggingasjóður Bandaríkjanna (FDIC) hefur sent frá sér eru nú um 700 banka í Bandaríkjunum í hættu á að lenda í gjaldþroti árið 2010. Hefur fjöldi banka sem stendur svo tæpt ekki verið meiri í landinu síðan 1993. K) Ógnvægileg merki eru um loftbólur sumstaðar í kínverska hagkerfinu og leiðrétting hlýtur að vera á næstu grösum.  Þegar sú leiðrétting kemur, þá mun það auðvitað leiða til þess að allt "hráfefnisverð á alþjóðlegum mörkum lækkar gríðarlega".  Það mun síðan valda því að fjársjúkt bankakerfi alheimsins mun sökkva í nýjan öldudal.

Því miður hafa flestar vestrænar ríkisstjórnir valið sér það hlutverk að "blekja & ljúga" í stað þess að segja kjósendum sýnum sannleikann.  Slíkt á bara eftir að koma enn & aftur í bakið á stjórnvöldum.  Stjórnvöld vilja einfaldlega ekki að sannleikurinn komi fram, því þau óttast "skelfingu - panik hjá fólki" þannig að allt kerfið spilar með til að fela sannleikann, í stað þess að fara í það að breyta "lögum & reglum" í stað þess að skera niður hernaðarútgjöld, í stað þess að viðurkenna sannleikann, þá á enn og aftur að reyna að "tala upp samfélagið & hlutabréfa markaðinn...!".  Heilbrigð skynsemi stendur fyrir öðruvísi vinnubrögðum, við höfum svo sannarlega ekki gengið veginn til góðs, svona óábyrg hegðun skilar bara veri kreppu.  Ég ítreka að bæði ég og www.vald.org - tölum ávalt á sömu nótum.  Við vöruðum báðir við algjöru hrunni íslenska bankakerfisins frá árinu 2002, en þá var enginn vilji eða áhugi hjá stjórnvöldum til að hlusta á sannleikann.  Allir urðu "MEÐVIRKIR" og svo var stjórnmálaflólki okkar "mútað" (ekki styrkir) af þeim sem vildu "rupla & ræna okkar samfélag".  Þessir siðblindu glæpamenn fengu þannig "blint frelsi til að arðræna fólk & sjóði sem áttu FÉ..!  Okkar varnaðarorð voru bara séð sem "tuð...lol..lol...lol..!" - svo sagði fjöldi fólks (viðskipta- & stjórnmálamenn) m.a. eftirfarandi rugl: "...það gat enginn séð þetta fyrir...lol..lol..!" 

Bull & lygi, þetta lið, banka- & stjórnmálamenn er því miður upp til hópa siðblindir einstaklingar sem hafa ekki vilja til að "breyta því KERFI sem þeir sjálfir tilheyra og lífa góðu lífi á..!"  Ég lít á flesta vestræna stjórnmálamenn sem "sjálftökulið á opinbert fé", allt of fáir eru í stjórnmálum af hugsjón, flestir eru í stjórnmálum til að "moka fé undir sig, sýna vinni & ættingja" - slíkt leiðir auðvitað til kreppu - þar sem ekki er verið að virkja hæfasta fólkið, heldur eru yfirleitt útvaldi fábjánar sem fá stöður gegnum klíkur.  Það er gríðarlega mikilvægt að þjóðir heims breyti "lögum & reglum" fari út í það að skattleggja VERULEGA stórfyrirtæki sem hingað til ná ávalt að stinga undan því að taka þátt í uppbyggingu samfélaganna.  Eina raunhæfa leiðin er að setja 2-4% veltuskatt á trygginarfélög, banka, bílaframleiðendur, álfyrirtæki o.s.frv. Í raun verður þessi skattur að ná til minnst 500 stærstu fyrirtækja heims og það liggur á að setja þennan skatt!  Græðgi þessara peningamanna er að rústa efnahagskerfi heimsins, auk þess sem mengun þeirra er ávalt að valda gríðarlegum vandamálum.  Nú er mál að linni - svona getur þetta ekki haldið áfram!

Sem betur fer er nú að vera meiri ALHEIMSVITUND hjá almennu fólki alstaðar í heiminum um að verið sé að "leika á það af kerfinu".  Almenningur er farinn að kvarta meir & meira undan glórulausum vinnubrögðum stjórnvalda (kerfiskarlanna) sem hafa tekið sér það hlutverk að "ljúga & blekkja".  Það fyndna við þetta allt saman er að ráðgjafafyrirtækið mitt "Heilbrigð skynsemi" nær ekki að selja ráðgjöf til núverandi ríkisstjórnar Íslands, ríkisstjórnar sem ávalt er með allt niðrum sig er kemur að "efnahags- & peningastjórnun".  Ríkisstjórn þáði reyndar frá mér ókeypis ráðgjöf tengt því að greiða út "séreignarsparnað" en velur svo að hlusta ekki á mig, þó svo að ítrekað komi fram að ég hafði rétt fyrir mér t.d. í "fjölmiðlafrumvarpinu, í Íraksstríðinu, í tengslum við bankahrunið, í tengslum við Icesave o.s.frv."  En sem betur fer er ég "bjarsýn karakter" ég held auðvitað ávalt í þá veiku von að sá dagur komi að stjórnvöld fari að í að VIRKJA "Heilbrigða skynsemi".

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)


mbl.is Fjármálakreppa yfirvofandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er örugglega ein besta grein sem ég hef lesið hér á blokkinu. hverju orði sannara. þú ert góður penni.

þórarinn axel jónsson (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 12:58

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sem núverandi peningakerfi býður hinsvegar upp á er nákvæmlega eins og þegar kaupmenn í gamla daga notuðu skakka vigt til að snuða kúnnann, þeir stela af þér með því að láta þig fá sífellt minni verðmæti í skiptum fyrir þau verðmæti sem þú áður hafðir. Á mínum heimaslóðum kallast þetta að stela og svíkja. Á meðan kerfið er byggt upp með peninga sem skuldarviðurkenningar er það dæmt til að hrynja, eina spurningin er hvenær næst? Það sem okkur vantar eru ekki meiri skuldabólur heldur að peningar verði aftur látnir þjóna sínu raunverulega hlutverki, ekki eins og hlutabréf með ímyndað verðgildi heldur sem grunnmælieining áþreifanlegrar verðmætasköpunar. Það er eina leiðin til að tryggja stöðugleika og koma í veg fyrir sífelldan þjófnað kerfisins af þegnunum, því það myndi engum heilvita manni detta í hug að breyta staðlaðri vel skilgreindri mælieiningu frekar en að stytta metrann eða rýra þungann af einu kílói með því þynna það í pund. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 15.1.2010 kl. 18:09

3 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Þórarinn þakka hrósið, en það kemur sér vel þegar maður er víðlesinn & víðsýn karakter, þá á það vonandi að skila sér í sjónarmiðum þeim sem maður setur fram.  Kæri Guðmundur, rétt hjá þér að peningar eru bara "tæki" sem notað er til að stýra okkar hagkerfi, en blind græðgi í peninga hlýtur að vera mannskemmandi "greed is nOt goooooood".  Í t.d. stríðum missa peningar stundum verðgildi, því þá skiptir fólk mestu að geta orðið sér út um mat, ég fæ matvörur frá bóndanum ef ég get t.d. boðið honum olíu frá mér. Sem ferðamálafræðingur las ég í bók grein þar sem var skrifað um "brengluð gildi okkar samtíma" - í sögunni sagði frá vesturlandarbúum sem voru eitthvað að þvælast í skógum Suður-Ameríku.  Höfðingja eins þorpsins fannst þessir gestir frekar "þunglyndir" en hann tók eftir því að í hvert sinn sem veifað var einhverjum "PAPPÍR...PAPPÍR" (pening) þá lifnaði yfir þunglinda liðinu.  Þetta fannst íbúum þorpsins vægast sagt vandræðalega fyndin upplifun. 

Kannski er leiðin út úr ógöngum þeim sem "blind markaðshagkerfi hefur búið til sú að fara að banna það að fólk fái vexti af peningaeign sinni...!"  Ég held að Jesús & kirkjan hafi í raun alltaf talað gegn "vöxtum", en snjallir ítalskir kaupmenn & bankamenn dutu niður á þessa leið til að búa til "auð tengt kúgun".  Án vaxta, þá færu peningar í meira í það að búa til atvinnutækifæri, þá væru þeir stanslaust á hreyfingu, en því miður hefur verið búið til vaxtakerfi sem skapar stórkostleg tjón.  Löngu tímabært að vestræn stjórnvöld fari á fullt að endurskoða "gildismat okkar samfélaga" - endurskoða einnig "peninga- & hagfræðikerfin okkar" áður en það er of seinnt.  Biblían talar um að við lifum á síðustu tímum, kannski er það rétt sem sagt er þar?

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 15.1.2010 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jakob Þór Haraldsson

Höfundur

Jakob Þór Haraldsson
Jakob Þór Haraldsson
Heilbrigð skynsemi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...2009_994877
  • Jakob2009

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband