Launþegar vilja breytingar!

Ég samgleðst VR (virðing & réttlæti...Grin) og nýja formanni þeirra innilega.  Árið 2004 þegar Gunnar Páll sat hjá við atkvæðagreiðslu í stjórn Kaupþings um "delulaun bankastjóra" þá reis upp mikil reiðibylgja í samfélaginu, sem var mjög eðlilegt.  Ég reyndi þá að benda félaga mínum, Gunnari Páll um að koma sér "aldrei aftur í þessa stöðu", þ.e.a.s. að sitja í stjórn Kaupþings eða annara bankastofanna!  Það færi einfaldlega ekki saman að vera formaður verkalýðsfélags og sitja í stjórn bankastofunnar!  Þetta álit mitt var síðan staðfest af "siðferðisstofnun Háskóla Íslands" ásamt öðrum atriðum sem þeir nefndu sem öll voru á þá leið að formaður VR ætti ekki að sitja i stjórnum stórfyrirtækja, heldur væri betra að finna aðra aðila til að sinna þeim málum fyrir félagið.  Ég óska Kristinni Erni Jóhannessyni velfarnaðar á komandi árum og er sannfærður um að hann mun standa sig vel í sínum störfum.  Einnig vil ég þakka Gunnari Páll fyrir margt gott sem hann hefur gert fyrir VR, þarna er á ferðinni góður drengur sem kom sér í "kjánalega stöðu" og nú er hann eðlilega að gjalda fyrir þau mistök.  Ég óska Gunnari Páll velfarnaðar í öllu því sem hann mun taka sér fyrir hendur á komandi árum. 

kv. Heilbrigð skynsemi


mbl.is Kaupþingsmálið vó þungt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Græðgi og spilling varð Gunnari Páli greinilega að falli.

Stefán (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 15:41

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Skír skilaboð út í þjóðfélagið

Jón Snæbjörnsson, 11.3.2009 kl. 15:41

3 identicon

Já Gunnar Páll er góður drengur og magnað að góður drengur falli fyrir reiðinnni í þjóðfélaginu.  Hvern eigum við að taka næst?

En hvað er með Kristinn Örn, hann er búinn að loka blogginu sínu, maður getur ekki kynnt sér fyrir hvað hann stendur annað en reiðina í þjóðfélaginu!  Hvað hefur hann að fela?

http://vrkristinn.blog.is/blog/vrkristinn/

Magnús (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jakob Þór Haraldsson

Höfundur

Jakob Þór Haraldsson
Jakob Þór Haraldsson
Heilbrigð skynsemi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...2009_994877
  • Jakob2009

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 36460

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband