19.3.2009 | 13:19
Meiri hagræðing framundan!
Það er alveg augljóst að strax eftir kosningar þá verður farið í það að leggja t.d. niður ALLA starfsemi GLITNIS, þ.e.a.s. sá banki hlýtur t.d. að vera sameinaður Landsbanknaum til að reyna búa til "sterkan banka sem skilar arðsemi". Því miður er það búinn að vera "augljós staðreynd" á á Íslandi hafa bara verið allt of mikið af "bankaútibúum". Er ekki tími til komin að snúa sjónum okkar að meiri "iðnsköpun", þar á ég við tækifæri í ferðaiðnaði, kvikmyndaiðnaði, grænum iðnaði & fatariðnaðinum." Við þurfum að skapa vörur sem áhugi er fyrir hjá erlendum aðilum, þannig að við fáum einhvern gjaldeyrir. Svo má vel hugsa sér að nota þennan dýra gjaldeyri í eitthvað annað & gáfulegra en að kaupa klikk neysluvörur eins og "pallbílar & jeppa draslið". Bilun að 1 af hverju 10 bíleigendum eigi hér jeppa, bilun að hafa komið upp öllum þessum bönkum. Í raun og veru er BILUN ráðandi afl í íslensku samfélagi, ásamt GRÆÐGI - algjör skortur á siðferði & heilbrigðri skynsemi. Kannski við vökum til lífs þegar "kerfishrun heimilna hefst í haust" - þá kemur annað sorglegt áfall yfir okkar þjóð. Það er dýrt að halda út "fábjánasamfélagi þar sem sjálftökulið er á flestum stöðum" - ekkert samfélag getur staðið endarlaust undir "arðráni", skiptir þá engu hvort um er að ræða "kvótakerfið, bankakerfið, stjórnmálakerfið - eða einhver önnur kerfi". Það er enginn lengur tilbúinn að lána okkur endarlaust til að halda uppi "sýndarsamfélagi" - við þurfum að fara í meðferð, afvötnun og sýna iðrun, fyrst þá má skoða hvort eitthvert vit er á þvi að lána okkur aftur. Ég held að "blóð- & sæðisbankinn" séu að auka við starfsfólk, kannski eitthvað af þessu 1300 manns geti sótt um vinnu hjá þeim..?
kv. Heilbrigð skynsemi
1.300 bankamönnum sagt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jakob Þór Haraldsson
Bloggvinir
- ak72
- ace
- andrigeir
- annaragna
- arikuld
- arnthorhelgason
- axelaxelsson
- skagstrendingur
- axelpetur
- baldurborg
- baldher
- baldurkr
- baldvinj
- bensig
- benediktae
- bergthorolason
- birgitta
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- siggibragi
- gattin
- egill
- jari
- einarbb
- einarborgari
- leifurl
- sunna2
- estheranna
- eyglohardar
- finni
- fhg
- gesturgudjonsson
- gudbjornj
- elnino
- bofs
- hardarson
- hreinn23
- gudnym
- bellaninja
- neytendatalsmadur
- hallarut
- xstrax
- halldorjonsson
- hallurmagg
- sveinnelh
- haddi9001
- maeglika
- hhbe
- hjorleifurg
- hlynurjor
- jensgud
- johanneliasson
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- jonsnae
- prakkarinn
- askja
- kolbrunerin
- krist
- kristinn-karl
- kristinnp
- krisjons
- kga
- altice
- larahanna
- ludvikludviksson
- lydurarnason
- magnusthor
- vistarband
- elvira
- martasmarta
- methusalem
- mixa
- predikarinn
- pallvil
- raggig
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- raksig
- undirborginni
- runirokk
- salvor
- fullvalda
- duddi9
- sigurjonth
- siggi-hrellir
- sisi
- hosmagi
- stormsker
- saevarh
- theodorn
- toro
- tryggvigunnarhansen
- tryggvigislason
- vala
- valgeirskagfjord
- villibj
- au
- kreppukallinn
- reykur
- thjodarsalin
- aevark
- isleifur
- astromix
- omarragnarsson
- os
- kermit
- tsiglaugsson
- thorsaari
- icekeiko
- thorhallurheimisson
- tbs
- bjarnijonsson
- elismar
- frjalslyndirdemokratar
- vidhorf
- tilveran-i-esb
- jonvalurjensson
- sigurdurkari
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið rétt Jakob Þór. Meiri verðmætissköpun, í vörum og þjónustu og slaka á. Festina lente. Sýndarmennskan í ísl. þjóðfélaginu var orðin með ólíkindum. Hvað varð um siðferðið og þá heilbrigðu skynsemi, sem var ríkjandi með þjóðinni í gegnum aldirnar. Allt týnt og tröllum gefið á nokkrum árum. Var þjóðin í álögum?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 14:04
Eins og þú talar, þá ert þú tilvalinn í að leiða nýja Ákvarðanatökustofnun Alþýðulýðveldisins - þú ert svo klár og frábær og þá er auðvitað borðleggjandi að þú fáir að ákveða hvað fólk má kaupa og hvað ekki. Enginn fær að kaupa sér bíl nema þú samþykkir það, og allir svona glórulausar "klikk neysluvörur" verða bara bannaðar. Af því að þér finnst það.
Og hvað með þó að fólk hafi verið með sýndarmennsku? Er það ekki allt í lagi? Ég veit ekki betur en að mestu hræsnararnir séu einmitt þeir sem þykjast vera yfir allt og alla hafnir og eru núna mættir sem siðapostular þjóðarinnar (alveg eins og þú).
Má ég frekar biðja um að búa í samfélagi þar sem fólk er frjálst að gera mistök en að búa í samfélagi þar sem trúðar eins og þú segja fólki hvernig það má eyða sínum peningum og hvernig ekki.
Það sem er ráðandi afl í íslensku samfélagi í dag er aumingjaskapur og öfund. Afbrýðisemi og minnimáttarkennd. Nákvæmlega það sem þú sýnir í þessum út-gæsalappaða pistli þínum.
Liberal, 19.3.2009 kl. 14:16
Hvers vegna Íslandsbanka? Er ekki eðlilegt að bankinn sem er að koma sér fyrstur á lappirnar standi?
Hvaða bankar eru komnir með varanlega lausn á erlendu húsnæðislánunum? Svar: bara Íslandsbanki
Hvaða bílafjármögnun er sú eina sem bíður upp á lausnir fyrir myntkörfulánin? Svar: bara Íslandsbanki fjármögnun
Hvaða banki er búinn að hagræða mest og er með fæst útibú miðað við markaðshlutdeild? Svar: Íslandsbanki með yfirburðum
Svona mætti lengi halda áfram. Síðan minni ég bara á ,,Icesave" og ,,Edge" voru ekki í gamla Glitni.
Ég held að þú ættir að útskýra betur hvers vegna Íslandsbanka (Glitnir) ætti að leggja niður?
nafnlaus (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 17:47
Hr. Nafnlaus ef þér lýður betur, þá má snúa þessu við Glitnir tekur yfir Landsbankann..... Mín skoðun er að það verður að sameina þessa tvo banka og fækka útibúum verulega. Ég vona bara að "faglega verði staðið að því og að úr verði sterkur & öflugur banki". Ég hef bara átt góð kynni við starfsfólks Glitnis & Landsbankans, en það verður að hagræða, sem þýðir að fjöldi bankafólks mun missa áfram sýn störf. Hr. Haukur ég er sammála þér og aðilum eins og t.d. Gunnar Hersveinn heimspeking sem er ávalt að reyna að brýna fyrir okkur "góð gildi" - gildi eins og "nægjusemi", "kærleik", "bræðralag", "dugnað" o.s.frv. - sjá betur í bókinni "Gæfuspor - gildin í lífinu". Hr. Liberal, þú ert eitthvað að misskilja mig.., guð gaf okkur FRELSI (eitt gildishugtak) og það er ekki auðvelt að fara með það. En öllu frelsi á að fylgja ábyrgð, þannig að frelsi þitt á ekki að valda öðrum tjóni, þó vissulega gerist það því miður oft. Þess vegna er lögð svona mikil áhersla á "samviskusemi" - "félagslega hugsun" - "ábyrgð" og allt það. Ég hef unnið mikið með fólki sem hefur því miður misnotað frelsið sitt og farið út í slæma hluti, þá er ég að tala um "drykkju- & vímuefnaneytendur". Þessir aðilar fara t.d. mjög illa með sinn líkama, þeir hafa frelsi til að fara illa með sig. Gríðarlega erfitt er að stöðva eða rétta fólk við sem missir sig í "einhveri fíkn", skiptir þá engu hvort um er að ræða t.d. "peninga-, verzlunar-, kynlífs-, athyglis-, matar- eða vímuefnafíkn". Mannleg hegðun snýst mikið um "viðhorf" sem þú hefur í lífinu.... Ég finn til með einstaklingum sem misstíga sig, eins og drengur sem keypti bíl á t.d. 6 milljónir, borgaði 2 milljónir og hitt var lán. Nú er búið að taka af honum bílinn, hann hefur tapað öllu og er á leið í gjaldþrot. Þarna missti viðkomandi sig í "neyslu rugli" sem er hans réttur og því miður fór mjög illa fyrir honum. Það er mín SKOÐUN að okkar viðhorf & neysla sem komin út í óefni og við þurfum aðeins að staldra við og búa okkur til betri lífsviðhorf. Viðhorf þar sem heilsan verður númer 1, þú sjálfur númer 2, félagar & fjölskylda númer 3, áhugamál númer 4 og síðan vinna númer 5 til dæmis. Mér hefur fundist við íslendingar hörku duglegir og vinnan hafi verið set í fyrsta sæti, neysla set í annað sæti o.s.frv. Það er mín skoðun að við sem SAMFÉLAG myndum hafa gott af því að hægja aðeins á okkur og skoða betur í hvað við eyðum peningum okkar & tíma. Ég er ekki að reyna að stöðva þig & þitt frelsi (liberal), en ég hvet þig til að lesa t.d. það sem bróðir minn Róbert Hilmar Níels Haraldsson hefur skrifað um frelsi. Gangi þér vel í því sem þú tekur þér fyrir hendur...
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.