Mjög líklegt!

Ég er einn af þeim sem efa ekki að heimildir mbl séu réttar.  Guðlaugi hefur örugglega verið tekið sem "hetju innan flokksins" þegar hann útvegaði þessa styrki enda skildu borgarstjórna kosningarnar eftir miklar skuldir sem flokkurinn vildi burt.  En að móttaka svona háa styrki er bara "bilun", því auðvitað opnar það fyrir þau fyrirtæki vilja greiða í staðinn! Enda kom sú flétta frá Hannesi Smárasyni að hann vildi eignast "orkuveitur landsins" og þá var nú gott að eiga Guðlaug & Sjálfstæðisflokkinn að til að koma þeim málum í réttann farveg!  Sú flétta, REY svikamyllan var troðið upp á góðan dreng (gooooooood Old Willy....Grin) og eyðilagði hans frama í stjórnmálum, en sjá mátti fingraför Guðlaugs Þórs í þeirri fléttu.  Nú allir vita hvað Landsbankinn var að þakka RÁNFUGLINUM fyrir, enda var nóg hjá öllum þeim sem tengdust "unglingahreyfingu flokksins" að veifa flokksskírteini og þeir voru ráðnir í störf hjá bankanum.  Mörg þeirra við "markaðsþróun á IceSLAVE reikningunum...Cool."  Hvar voru íslensku fjölmiðlarnir?  Hvar er rannsóknarvinna RÚV?  Bara DV sem reynir & reynir dag eftir dag að upplýsa þjóðina um spilta gjörninga. 

Mér finnst einnig hallærislegt hjá Guðlaugi að láta fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins taka á sig skellinn, ég held að flestir kjósendur sjái í gegnum þessa fléttu.  Miklu betra og réttara hefði verið hjá Sjálfstæðisflokknum að gefa út tilkynningu þar sem Guðlaugur hefði sagt að hann hefði "útvegað styrkina og að formaðurinn hefði samþykkt þá!"  Guðlaugur er hörkuduglegur & kappsamur, hann stóð sig í raun "of vel" og áttaði sig ekki á að þetta væru óeðlilega háir styrkir (mannleg mistök), en að formaður flokksins skuli ekki hafa áttað sig á þessu, það er mjög dapur, enda sagði ég alltaf "ekki meir Geir....Grin."  Geir brást algjörlega sem foringi, því miður og Sjálfstæðisflokkurinn hefur í raun brugðist þjóð sinni síðustu 20 árin eða svo!  En hann hefur hlúað vel að "auðstéttinni & vissum fjölskyldum í landinu" með skelfilegum afleiðingum fyrir samfélagið!  Svo vil ég bara ítreka enn og aftur þakkir mínar til "konu aldarinnar Svandísi Svavarsdóttur" sem stöðvaði REY svikamylluna.  Kjósendur verða að geta lagt saman 2 + 2 og fengið út 4.  Vonlaust er að líta framhjá þessum styrk og REY leikfléttuna hjá Hannesi með samþykki Guðlaugs fyrrum formanns Orkuveitu Reykjavíkur.  Manni "ofbíður" hversu lélega & spilta stjórnmálamenn við eigum, Framsókn & Samspillingin eru einnig spilt, þó maður bindi gríðarlega miklar vonir við nýjan formann Framsóknar og að honum takist að byggja upp betri flokk þar! 

kv. Heilbrigð skynsemi


mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jakob Þór Haraldsson

Höfundur

Jakob Þór Haraldsson
Jakob Þór Haraldsson
Heilbrigð skynsemi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...2009_994877
  • Jakob2009

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband