Auðvitað á að kæra þetta lið!

Mér finnst t.d. óskiljanlegt að ólíkir lífeyrissjóðir landsmanna skuli ekki allir hafa farið strax í það að stefna sjóðstjórum bankanna sem ávalt afvegaleiddu þá & veitu þeim "ranga & blekkjandi ráðgjöf."  Getur ástæðan fyrir "skort á málaferlum frá lífeyrissjóðunum tengst því að búið hafi verið að múta þeim & þeirra stjórnendum???"  Því miður læðist oft að manni sá grunnur.  Í mínum huga hefur verið augljóst frá árinu 2004 að einbeitur brotavilji var til staðar hjá eigendum & stjórnendum bankanna.  Þessir aðilar beitu markaðsmisnotkun til að falsa stöðu bankanna, þeir beitu umboðssvikum, þeir brutu bankalög, þeir brut hlutarfjárlög, þeir gerðust brotlegir við hegningarlög og margt af þeirra gjörðum er á mjög gráu svæði - í raun má færa góð rök fyrir að þessir aðilar hafi í raun staðið fyrir stórfeldum "stuld á fé", þ.e.a.s "þeir veitu LÁN sem aldrei stóð til að greiða til útvaldra aðila" í mínum hugar er slíkt ekkert annað en stuldur á fé (þjófnaður) og sama á einnig við um þeirra arðgreiðslur & launagreiðslur sem ávalt voru út úr kortinu.  Þetta er bara sjálftaka á fé á kostnað hluthafa og svo lendir skellurinn á hluthöfum, lánadrottnum og viðkomandi ríki sem þarf að henda skattfé inn í bankanna svo hrun þeirra verði ekki ennþá viðbjóðslegra.

Að ofangreindu orðum mínum gefur augaleið að ég tek undir þau orð AFL Starfsgreinafélags"...að umræddir sjóðsstjórar hafi blekkt félagið til áframhaldandi viðskipta þegar ljóst hafi verið að eignasafn sjóðsins hafi ekki verið í samræmi við lýsingar og sjóðurinn stefndi í óefni."  Ég veit ekki hvernig þessir sjóðstjórar, bankastjórar & eigendur bankanna geta horft framan í heiðvirt fólk í dag, mér er það með öllu óskiljanlegt.  Þeir vissu allan tímann að þeir voru að byggja upp svika- & blekkingarmyllur til að hafa fé af fólki, lífeyrissjóðum & öðrum sem létu þá leika á sig.  Auðvitað verður að dæma sem flesta af þessum viðskiptamönnum í fangelsi, og ég vona innilega að Geir Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir & Björgvin Sig, verði sótt til saka af Landsdómi og þau dæmd fyrir þátttöku sína í því að leyfa þessu svindli að viðgangast.  Án þeirra aðstoðar, hefðu þessi svik aldrei náð öðrum eins hæðum.  Ég var að vona að við sem þjóð hefðum vit á að feta í fótspor Suður-Afríku þegar þeir setu upp sínar "Sannleiksnefndir" & allt það ferli til að upplýsa um allt það sem tengdist áralangri slæmri meðferð hvítra á svörtum.  Þeirra samfélagi tókst á snjallann hátt að ná sátt og byggja upp heilbrigðara samfélag, en því miður reynum við ekki einu sinni að fara þá leið hér - ég hef ekki ennþá séð þessa 20-40 útrásar skúrka biðja afsökunnar á einu eða neinu.  Sorglega mikil skortur á iðrun, sem fær mann til að velda því fyrir sér hvort þeir séu í raun algjörlega siðblindir karakterar með skítlegt eðli?

Ég vild stofna hér Mannræktunarfélag Íslands, fara nýjar leiðir & búa til betra & fjölskylduvænt samfélag.  Ég var allan tímann að vona að við myndum læra af hruninu, fara í smá sjálfskoðun og leggja meiri áherslu á gott siðferði & heimspekilega hugsun.  En því miður eru stjórnvöld enn í þeim leik að slá "skjaldborg um auðvaldið" og við almenningur erum afgangstærð.  Ef ég hefði verið Forsetisráðherra þá hefði ég t.d. aðstoða stofnfjáreigendur sem fór í málaferli við stjórn Byr´s, ég hefði aðstoðað AFL og aðra sem svindlað var á - í mínum huga er það SKILDA stjórnvalda að standa VÖRÐ um hagsmuni fólksins í landinu, ekki bara um hagsmuni peningafólksins.  Ég óska AFL og öðrum sem standa í málaferlum við  t.d. Landsbankann velfarnaðar, bæði hérlendis og þó sérstaklega erlendis. 

Stefnið þessum glæpamönnum og vonandi verður hægt að rifta sem flestum af þessum siðblindu blekkingar samningum sem bankinn stóð fyrir.  Bankarnir voru næstum því ávalt í því að veita "ranga & villandi ráðgjöf" slík hegðun gengur bara ekki upp - fyrir slíkt ber að refsa og auðvitað á alls ekki að virða slíka samninga....!  Þessari skoðun minni var ég t.d fljótur að koma á framfæri við æðstu stjórnarmenn LÍÚ, enda hafði t.d. Kaupþing leikið gróflega á fjölda útgerðafyrirtækja & lífeyrissjóða er kom að því að veðja á styrkingu krónunnar - glæpasamleg ráðgjöf því augljóst var að hún gat ekki annað en veikst, enda veðju eigendur Kaupþings eðlileg á styrkingu krónunnar.  Þetta er bara enn eitt dæmi um "einbeitan brotarvilja eigenda & stjórnenda bankanna - siðblindir menn sem stjórnvöldum bar skilda að stöðva", en þeir fengu frítt spill frá Ránfuglinum & Samspillingin.  Auðvitað eru stjórnvöld rúin trausti bæði hérlendis & erlendis, hver treystir fólki sem hagar sér jafn óábyrgt???  Myndir þú lesandi góður treysta þessu fólki?

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)


mbl.is AFL stefnir Landsvaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Hvert orð hér alveg eftir bókinni, góður pistill. Svo afleitlega stafsettur reyndar að það spillir fyrir lesningunni. En þú ferð vel í gegnum þetta efnislega. Þvílíkur ruslahaugur sem stjórnvaldið og bankamennirnir eru.

Hvað  á hinsvegar að gera þegar (og ég segi ÞEGAR) í ljós kemur að ekki á að kæra nema smá brot af þessu liði? Tekur fólk það í görnina og veinar á blogginu eða er fólk til í að grípa til aðgerða? Til væri ég. Siðvitundina verður að verja með þeim meðulum sem til eru og svo hinum sem eru ekki til, svo mikilvæg er hún.

Rúnar Þór Þórarinsson, 20.10.2009 kl. 08:57

2 identicon

Kæri Rúnar Þór ég þjáist af "lesblindu" (dislexia) sem útskýrir slæma stafsetningu...lol...!  Betra að vera lesblindur en siðblindur.  Forza réttlæti..!

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 13:20

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tek undir allt þetta. Og fyrst og fremst það að hér verður ekki hægt að sjá fyrir sér betri daga fyrr en öll spil verða stokkuð upp og gefið að nýju. Nú er greinilega stefnt að lagfæringu á hrundum spilaborgum og sama hugmyndafræði að baki öllu því sem gerðar eru áætlanir um.

Árni Gunnarsson, 22.10.2009 kl. 14:22

4 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Ó, ég biðst afsökunar Jakob. Endurtek að efnislega var þetta flott blogg.

Rúnar Þór Þórarinsson, 27.10.2009 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jakob Þór Haraldsson

Höfundur

Jakob Þór Haraldsson
Jakob Þór Haraldsson
Heilbrigð skynsemi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...2009_994877
  • Jakob2009

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband