Verði LJÓS..!

Þjóðin á það skilið frá þessari aumu ríkisstjórn að verkstjórn þeirra skötuhjúa Jóhönnu & Steinfreðs batni.  Það eru auðvitað frábærar fréttir ef rétt reynist að þau hafi vaknað til lífs og meðtekið að við getum náð fram betri & sanngjarnari lausn.  Það er búið að taka þau næstum 14 mánuði að sjá ljósið - að meðtaka betur okkar sjónarmið & vörn í málinu.  Auðvitað samgleðst öll þjóðin ef næstu skref í þessu erfiða Icesave máli gætu orðið GÆFUSPOR.  Þau geta t.d. valið að virkja ráðgjöf frá Heilbrigðri skynsemi til að leysa deiluna.

Í raun er þrennt í stöðunni:  A) Þau skötuhjú geta tekið ÁBYRGÐ á skelfilegri verkstjórn sinni og sagt af sér sem formenn sinna flokka og hleyp þannig hæfari einstaklingum að;  B)  Þau geta valið að skipta um taktík í Icesave málinu og farið að tala fyrir okkar málstað GEGN þvingun breta & hollendinga;  C)  Velji þau hins vegar að halda áfram með óbreytar áherslu í Icesave - þá gerist það að þjóðin mun senda þeim sterk skilaboð í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Þau skilaboð hljóta að leiða til þess að Jóhanna fer á fund Forseta Íslands og tilkynnir honum afsökn ríkisstjórnar sinnar!  Ég vildi óska þess að þau tækju þá ákvörðun að hætta nú, því í mínum huga er "mál að linni...lol...!"  Þjóðin & Ingibjörg Sólrún vilja fá fram á leiksvið Icesave stjórnmálaleiðtoga sem TALA og VERJA málstað Íslands.  Það er ekki að gerast í dag og því gef ég mér það að þjóðin segi þeim skötuhjúum upp störfum.  Í raun má færa góð rök fyrir að þau tvö megi ekki ganga mikið lengur laus, því þau valda Icesave málstað okkar miklum SKAÐA í hvert sinn sem þau tjá sig & verja málstað UK & Hollands. 

Ég frábið mér & þjóðinni það að þurfa horfa upp á & hlusta á slíkan málflutning frá þeim næstu 6-10 vikurnar.  Mér hefur fundist í langan tíma málflutningur þeirra er ekki boðlegur og í raun versnar hann bara í hvert skipti sem þau tjá sig!  Kannski þau séu bæði komin með "Stokkhólms einkenni?" - það kæmi mér ekki á óvart. Skelfileg upplifun að þurfa að horfa upp á fábjána leiksýningar þeirra & spuna viku eftir viku - aldrei hægt að koma fyrir þeim vitinu, því þau hlusta ekki.  Þau eru bæði á fullu við að sannfæra OKKUR og tala VITIÐ í þjóðina.  Nákvæmlega sama AFNEYTUN sem er í gangi hjá þeim eins og hjá Davíð & Halldóri í tengslum við "illa samið fjölmiðlafrumvarp".  Þjóðar ógæfa hversu lélega stjórnmálaleiðtoga við eigum, ekki boðlegt..!

 kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)


mbl.is Mjög gott skref
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála!!!

anna (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 19:34

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég tek undir það að nú er mál að linni. En hvað við tekur er þessi ríkisstjórn víkur vekur mér þungar áhyggjur og ekki sé ég neina aðra stjórnmálflokka áhugaverða til þess verkefnis að taka við þeirri erfiðu stöðu sem þjóðin stendur frammi fyrir.

Árni Gunnarsson, 11.1.2010 kl. 19:38

3 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Árni, þessi ríkisstjórn getur bjargað sér ef núverandi formenn flokkanna stíga t.d. niður og tala nú ekki um ef nýir formenn standa fyrir nýrri Icesave taktík og fara að VERJA betur okkar málstað og vinna að hagstæðari & sanngjarnari samning.  Auðvitað þýðir það ný  & hæfari samninganefnd verður set saman.  Auðvitað er ósanngjarnt að X-D komist strax aftur til valda í sumar, þeir eiga það ekki skilið, en það klúður skrifast alfarið á reikning þeirra skötuhjúa Jóhönnu & Steingríms.  Þjóðin er í raun bara í sjokki yfir þeim aumingjaskap sem þau ítrekað sýna - við erum ung þjóð, dugleg og stolt, svo horfum við upp á leiðtoga stjórnarinnar bara skríða á hjánum eins og barinn þræll.   Auðvitað segir þjóðin STOP - nú er mál að linni....lol...!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 11.1.2010 kl. 20:13

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Algerlega sammála Árna: Mál að linni

Finnur Bárðarson, 11.1.2010 kl. 21:09

5 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Finnur, við erum flest öll sammála að "mál að linni..!" - en þá á hvaða hátt?  Hvaða leið - afstöðu tekur ríkisstjórnin næstu 6-10 vikurnar?  Jákvætt að sjá að þau séu að spá í að reyna að ná samstöðu nú með stjórnarformönnum ólíkra flokka á alþingi.  Þessi deila verður bara leyst á pólitískum nótum, vonandi ber okkur gæfa til að sannmælast um "Icesave stefnu gegn UK & Hollendingum" - stefnu sem allir aðilr sætast á um að tala & verja.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 11.1.2010 kl. 22:08

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Alveg rétt - að ef haldið er áfram með stífni, sbr. þá upplifun að þeir sem séu ósammála þeim séu handbendi pólitísks samsæri stjórnarandstöðuflokka um að steypa fyrstu vinstristjórn landsins - en mig grunar að slíkar samsæriskenningar spili umtalsverða rullu um þessa stífni; þá fer brátt að sjóða upp úr fyrir alvöru, á ný.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.1.2010 kl. 01:46

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Já Árni, mál að linni en hver á að taka við ?

Jón Snæbjörnsson, 12.1.2010 kl. 10:40

8 identicon

Kæri Einar & Jón, ég held að lykilatriði er að verkstjórn núverandi ríkisstjórnar verður að breytast til batnaðar.  Eigum við ekki að VONA að núverandi ólíkir stjórnmálaleiðtogar hafi náð að sannmælast um einhverja ákveðna stefnu sem smá sátt er um?  Stefnu sem VER okkar hagsmuni & kemur á framfæri okkar sjónarmiðum.  Kannski eftir 14 mánaða klúður taki við gáfuleg verkstjórn i þessari erfiðustu milliríkjadeilu okkar?

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jakob Þór Haraldsson

Höfundur

Jakob Þór Haraldsson
Jakob Þór Haraldsson
Heilbrigð skynsemi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...2009_994877
  • Jakob2009

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband