Týndi veski..!

Þann 30. janúar á þessu ári var ég að versla í Fjarðarkaup og týndi veskinu mínu, ég er ánægður að sjá að það er fundið, en ég sé að það er ekki lengur neinn ástæða hjá mér að sækja veskið..Grin.   Í ca. 10 ár hef ég grátbeðið Íslenska Getspá til að taka upp eins "spilakerfi og er í Noregi", ef slíkt kerfi væri í gangi hérlendis þá myndu allir vinningar skila sér "ávalt til eigenda".  Kerfið í Noregi er þannig að allir sem spila í "Lengjunni, Lottó o.s.frv." kaupa í byrjun spilakort fyrir 50 norskar krónur og á þessu korti kemur fram nafn viðkomandi eigenda og reikningsnúmer hans.  Svo þegar maður vinnur þá er upphæðin bara lögð inn á bankareikning hjá manni.  Ég hef kvartað við Talsmann neytenda og ég hef krafist þess í 10 ár að stjórnvóld beiti sér fyrir breytingum.  Það er hagur Íslenskra getrauna að viðhalda arfavitlausu kerfi, á meðan tapast milljónir okkar spilar og enda svo í vasa Íslenskra getrauna frá aðilum sem hafa týnt sýnum miðum..Bandit, þetta er ekki boðlegt frekar en flest annað á þessari Djöfleyju..Whistling, svikamyllur á hverju horni. 

Munið þið kæru lesendur þegar hægt var að tryggja bílinn fyrir ca. 33.000 krónur, nú skilst mér að 5 árum seinna sé sama trygging kominn upp í ca. 120.000 krónur - ef þetta eru ekki atvinnuglæpamenn sem fá enn og aftur að misnota "fákeppnis markaðinn hérlendis" þá veit ég ekki hvað!  Ég mun byðja Talsmann neytenda til að beita sér í þessum málum, það er ekki endarlaust hægt að nauðga okkur íslenska sauðnum, þó svo við búum í SVÍNABÆ...Crying.  Hvað er annars að frétta af okkar yfirgrís, hvar ert þú nú Óli grís?  Hvar er rödd þín nú þegar þjóð þín þarf á smá hvatningar orðum að halda???  Ert þú kannski á skíðum í USA með okkar frábæru verkalýðsforystu??  Ég vil að lokum óska þessari fjölskyldu í Hafnarfirði innilega til hamingju með frábæran vinning....Grin, ekki kaupa hlutabréf í Decode - fjárfestið frekar í ykkar eigin hamingju..!

kv. Heilbrigð skynsemi


mbl.is Vinningsmiði fannst fyrir tilviljun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vinningar sem enginn sækir renna til góðgerðamála.

Björn (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 12:24

2 identicon

Kæri Björn, það að fyrirtæki eins og Íslensk getspá "hafi af viðskiptavinnum fé" er óafsakanlegt....  Dómsmálaráðuneytið leggur blessun sýna yfir þessa svikamyllu, mér finnst þetta óboðlegt, ég vil sama kerfi og í Noregi, þannig að fólk sem vinnur fái ávalt peninganna greitt.  Að hafa af fólk fé og afhenda síðan til góðgerðamála, er eflaust sama "rökleysan" og Hrói Höttur stóð fyrir á sýnum tíma...  Ég vil breytt kerfi - ég vil "heiðarlegt kerfi", en það er eins og það sé enginn áhugi hérlendis að koma upp "heiðarlegu samfélagi", kannski af því að við íslendingar eru í raun bara "siðblind þjóð", eða hvað????

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 13:31

3 Smámynd: Maelstrom

Þeir sem vilja geta fengið svona "spilakort".  Kallast Lotto.is og enginn þarf að hafa áhyggjur af að týna neinu.

Maelstrom, 17.4.2009 kl. 14:04

4 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Maelstrom, Íslenskar getraunir standa fyrir fleiru en Lottó...., svo er fjöldi fólks sem vil ekki spila Lottó eða getraunir í áskrift...!  Fólk eins og ég vil eiga möguleika á því að fara út í hvaða búð sem er og kaupa seðil (Lengju- eða Lottó seðil) án þess að þurfa að eiga á hættu að ef ég t.d. týni seðlinum þá hafi ég misst af vinning.  Þetta er fáranlega vitlaust kerfi, tæknin er til staðar, þetta kerfi er tilstaðar á öðrum Norðurlöndum, en síðan á ekki að nota þessa tækni hérlendis.  Algjörlega óverjandi ákvörðun, nema maður sé í vinnu hjá þeim sem komu upp þessu siðblinda kerfi.  Aðeins slíkir aðilar reyna að réttlæta það sem ekki er hægt að réttlæta með "góðum rökum" - en hvaða fábjáni sem er getur reynt að snúa út úr & kasta fram þeirri rökleysu að þetta sé bara í lagi.  Þetta er bara engan veginn í lagi, þetta kerfi er bara "helvítis fukking fukk..."

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 17.4.2009 kl. 14:52

5 identicon

Ef þú ferð inn á www.getraunir.is getur þú keypt þér staka miða í Lottó o.fl. og færð vinninginn beint inn á spilareikning sem þú stofnar þar. Leggur inn á spilareikninginn gegnum kreditkort. Þarft ekkert endilega að vera í áskrift, ég nýti mér þetta stundum þar sem ég spila Lottó ekki reglulega. Hinsvegar spila ég oftar á Lengjunni og fæ vinninginn alltaf strax beint inn á spilareikninginn. Þeir eru samt ekki með beina tengingu inn á bankabækur svo ég viti, þú færð upphæðina inn á spilareikning sem er svo hægt er að leggja inn á kreditkortið sem þú skráðir í byrjun.

Jon Hr. (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 23:22

6 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Jón, ég og fjöldi annara fólks er ekki með kreditkort, og þó ég væri með kreditkort þá myndi ég ekki vilja nota slíkt kort í tengslum við "FJÁRHÆTTUSPIL".  Ég vil geta notað mitt bankakort, eins og ég geri t.d. í Noregi. Þar kaupi ég með peningum eða bankakorti miða, svo keyri ég mitt getraunakort í gegn á sama tíma, sem gerir það að verkum að ég fæ vinning færðan inn á þann reiknings sem ég hef gefið upp....!  Mér finnst ÓTRÚLEGA fyndið að þurfa endarlaust að svara "starfsfólki Íslenskra getspá" hér inni... á þessari síðu, en ÞAU vita alveg jafn vel og ég að þetta kerfi hérlendis er DRASL í samanburði við þá ÞJÓNUSTU sem boðið er upp á hinum Norðurlöndunum....!

Kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 18.4.2009 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jakob Þór Haraldsson

Höfundur

Jakob Þór Haraldsson
Jakob Þór Haraldsson
Heilbrigð skynsemi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...2009_994877
  • Jakob2009

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 36699

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband