17.4.2009 | 16:24
Obs - I did it again!
Á bloggi Ragnheiðar Arna Magnúsdóttur kemur fram að hún er ekki sátt við þær "blekkingar sem ítrekað koma fram í auglýsingum tryggingarfélaganna....." Vísar hún þá til t.d. "...þegar þau auglýsa þessar asnalegu auglýsingar þar sem karlinn rústar bílnum vinar síns með málningar fötum Og segja síðan, við borgum allt......" Hún heldur áfram og bætir við: "Tryggingarfélög á Íslandi eru ekkert annað en SVINDLARADRASL..... Þú borgar viðbjóðslega mikið fyrir bíldruslur og kofa ræfil, síðan ef eitthvað kemur uppá þá hrista þeir höfuðið og segja nei við borgum ekki því skemmdirnar urðu ekki svona og svona......."! Er eðlilegt að ef vatn lekur inn til þín af náttúrulegum ástæðum (t.d. stíflaðist eitthvað í götu) og tryggingarnar segja NEI borgum ekki útaf náttúrunnar völdum en hins vegar ef þú ferð í bað og sofnar (drukknar samt ekki) það lekur útfyrir og allt parketið ónýtt.......þá segja tryggingarnar JÁ JÁ við borgum!! Hneyksli - hneyksli segir þessi ágæta kona!" Ég tilheyri þeim hópi einstaklinga sem vil að stjórnvöld & talsmaður neytenda fari í þá vegferð að lagfæra alla þá slæmu "lagakróka & svikaleiðir" sem tryggingarfélög hérlendis hafa komið sér upp. Maður tárast oft þegar maður heyrir slæmar sögur af þessum tryggingarfélögum, óeðlilega oft gerist það að fólk kaupir tryggingu og svo þegar tjónið verður þá kemur "ávalt í ljós að í blindra letrinu" sem engin nær að lesa kemur fram smá klausa sem fríar þessi trygginarfélög næstum því ávalt undan ábyrgð. "Can yOu beliefve it - they are not going to pay....?"
Ein af uppáhalds bíómyndum mínum er t.d. "The Man who sued GOD", í þeirri mynd er gefin ágætt innsýn í að því miður þá eru þessi tryggingarfélög ávalt til "háborinnar skammar...". Í Fréttarblaðinu þann 30. apríl 2008 (p:2) er viðtal við eiganda bíls sem skemmdist ILLA undan fótbolta við Egilshöll, en tryggingarfélag hans neitaði að borga TJÓNIÐ og rökin (rökleysan) voru þau að "um slys hefði verið að ræða sem engum hafi verið að kenna..". Nú síðan má lesa sorgarsögu Anton Bjarnasonar í Morgunblaðinu 3. apríl 2008 (p:23) og í Morgunblaðinu þann 15. apríl 2008 (p:23) þar birtist sorgarsaga Ástu Huldu Markúsdóttur. Bæði Anton & Ásta koma inn á slys á erlendri grundu og lýsa svo ÓTRÚLEGRI sögu sinni í tengslum við aðkomu sinna "tryggingarfélaga & VISA". Í hnotskurn eru þau að benda á að báðir þessir aðilar eru að auglýsa "falskt öryggi" - "vörusvik" - þessir aðilar eru "ítrekað" að hafa fólk af fíplum.... Verst er að þetta skítapakk (tryggingarfélögin) skammast sýn ekkert og fara ótrúlega illa með skjótlstæðinga sem hafa greitt þeim fyrir vöru sem reynist næstum ávalt vörusvik!
Það er því soldið broslegt að nokkrum útrásar skúrkum skuli hafa tekist að "tæma þessa dygru tryggingarsjóði" sem tryggingarfélögin höfðu komið sér upp með því t.d. að komast hjá að greiða bætur o.s.frv. Ég kom inn á það í öðru bloggi mínu að stjórnvöld & Talsmaður neytenda verða að grípa inn í þessa svikamyllur tryggingarfélaga og vernda okkur neytendur. Ég get t.d. ekki sæt mig við það sem neytenda hérlendis að tryggingargjöld á bílnum mínum fari t.d. úr kr. 30.000 upp í kr. 95.000, á 4 árum - þessi fákeppnis markaður fær "frítt spil" til að "nauðga íslenskum neytendum endarlaust" og okkur er öllum gróflega misboðð.... Ég vil taka það fram að ég hef t.d. ALDREI lent í árekstri en á samt að greiða kr. 95.000 í tryggingu fyrir bíl sem kostaði kr. 80.000,- svona SVINDL er bara ekki að gera sig - ég lít á þessi fyrirtæki sem "atvinnu villimenn sem fá að nauðga skjólstæðingum sýnum endarlaust..." Það er vitlaust gefið í þessum bransa og ég sem dómari gef þeim "rauða spjaldið - ávalt..!"
Í tengslum við þennan dóm sem Mbl. fjallar um þá kemur fram að væntanlegur kaupandi bílsins hafi vissulega sýnt af sér "vítavert & glæfralegt framferði í akstri." Í fréttinni segir m.a.: "Hann skautaði á milli akreina, á milli bíla sem stöðvað höfðu á ljósunum en hafnaði á tveimur bílum sem voru að aka yfir gatnamótin eða biðu færis." Vissulega má færa rök fyrir því að lítil ástæða sé að borga út tryggingatjón fyrir svona aksturslag. Þetta verður þannig mál á milli ökumannsins og eigandans, eigandinn þarf að gera kröfu á þennan brjálæðing sem reynslu keyrði bílinn... En frekar líklegt er að sá aðili sé engan veginn borgunarmaður fyrir þessu tjóni. Ég leyfi mér að efa að tryggingarlögin séu eins á Norðurlöndum hvað þetta varðar. Er það virkilega þannig að þegar fólk er að selja bíl sinn þá geti tryggingar ávalt komist hjá að greiða tjón er verður á bílnum ef um gáleysislegan akstur er að ræða af væntalegum kaupanda?? Hvað finnst bílasölum um svona dóma? Ég myndi persónulega ekki þora að gefa kost á reynslu akstri ef ég ætti Porche sem ég væri að reyna að selja, nema þá að ég sæti í bílnum með bílstjóra til þess að reyna að hafa hemili á honum.... . Hvað ef mér sem eiganda bílsins mistekst síðan að hafa hemil á akstri bílstjóra og bílstjórinn rústar bílnum mínum og slasar mig í leiðinni? Fæ ég þá ekki krónu í bætur frá tryggingarfélaginu? Fæ ég hugsanlega svarið: "Sorry - gengur bara betur næst..." Því miður er ekki skortur á "fábjánum" sem keyra um eins og "villimenn" sem valda því að tryggingargjöld þjóta upp...!
Ég vil bara ítreka þá skoðun mína að ég er í þeim hópi fólks sem TREYSTIR alls ekki þessum tryggingarfélögum, þau hafa ítrekað sýnt það í VERKI, bæði hérlendis & erlendis að þau hafa mikið fyrir því að reyna að komast hjá greiðslu..... Gott dæmi um slíkt er að sjá í bíómyndinni "The Rainmaker", en þessar myndir sem ég nefni í minni færslu eru báðar frábærar - gefa gott innsýn í þá "siðblindu" sem tengist tryggingarfélögunum, þau gera allt sem þau geta til að komast hjá því að greiða út pening...
kv. Heilbrigð skynsemi
Eigandinn ber tjónið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jakob Þór Haraldsson
Bloggvinir
- ak72
- ace
- andrigeir
- annaragna
- arikuld
- arnthorhelgason
- axelaxelsson
- skagstrendingur
- axelpetur
- baldurborg
- baldher
- baldurkr
- baldvinj
- bensig
- benediktae
- bergthorolason
- birgitta
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- siggibragi
- gattin
- egill
- jari
- einarbb
- einarborgari
- leifurl
- sunna2
- estheranna
- eyglohardar
- finni
- fhg
- gesturgudjonsson
- gudbjornj
- elnino
- bofs
- hardarson
- hreinn23
- gudnym
- bellaninja
- neytendatalsmadur
- hallarut
- xstrax
- halldorjonsson
- hallurmagg
- sveinnelh
- haddi9001
- maeglika
- hhbe
- hjorleifurg
- hlynurjor
- jensgud
- johanneliasson
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- jonsnae
- prakkarinn
- askja
- kolbrunerin
- krist
- kristinn-karl
- kristinnp
- krisjons
- kga
- altice
- larahanna
- ludvikludviksson
- lydurarnason
- magnusthor
- vistarband
- elvira
- martasmarta
- methusalem
- mixa
- predikarinn
- pallvil
- raggig
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- raksig
- undirborginni
- runirokk
- salvor
- fullvalda
- duddi9
- sigurjonth
- siggi-hrellir
- sisi
- hosmagi
- stormsker
- saevarh
- theodorn
- toro
- tryggvigunnarhansen
- tryggvigislason
- vala
- valgeirskagfjord
- villibj
- au
- kreppukallinn
- reykur
- thjodarsalin
- aevark
- isleifur
- astromix
- omarragnarsson
- os
- kermit
- tsiglaugsson
- thorsaari
- icekeiko
- thorhallurheimisson
- tbs
- bjarnijonsson
- elismar
- frjalslyndirdemokratar
- vidhorf
- tilveran-i-esb
- jonvalurjensson
- sigurdurkari
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Magnaður pistill.
Ég fékk eitt sinn reikning fyrir bifhjólatryggingu uppá 430.000.-
Ég hafði samband við félagið og spurði nánar útí þetta og konan vorkenndi mér og ætlaði að hringja í mig eftir klukkutíma.
5 tímum síðar var ég óþolinmóður og hringdi aftur, og lennti í þetta sinn á manni sem fanst þetta einnig svolítið dýrt, og með tveim músasmellum lækkaði þetta í 100.000.
EN...
korteri eftir það samtal, hringdi konan í mig til baka... (þessi sem ætlaði að hringja eftir klukkutíma) og tjáði mér að það væri vonlaust að lækka þetta...
Hún hefði tuðað og skælt í yfirmanni sínum um að lækka þetta en það er bara ekki hægt... og ég spyr "hvað er þá upphæðin?" og hún svarar "430.000"
Ég sagði við hana að ég vissi að hún væri að ljúga að mér og mér þætti það dónaskapur og miður skemmtilegt, hún fletti mér upp og varð orðlaus spurði svo hvort ég ætti ættingja þarna í vinnu...
"Ónei" sagði ég... ég hringdi bara í góðan starfsmann sem reynir ekki að svindla á mér til að hækka bónusinn sinn... "
Þetta eru villimenn.
Sævar (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 17:32
Enn fáránlega er að einkarekinn fyrirtæki fá tugi milljóna í afslátt frá ríkinum í mörgum tilfellum, sjá nánar hérna partur 1 http://www.youtube.com/watch?v=kF1-zlotz3A og partur 2 http://www.youtube.com/watch?v=TIJWOWV1PJM
Sævar Einarsson, 17.4.2009 kl. 20:14
Kæri Sævar, kannski er það fyndnasta við þessi lélegu vinnubrögð, þegar þjónustufulltrúar tryggingarfélaganna fá t.d. uppsagnarbréf vegna niðurskurðar, þá held ég að margir þeirra sjái eftir því hversu illa þeir hafa farið með fólk í gegnum tíðina. Ég held að trygginar- & bankabransinn kalli of oft fram það versta í fólki. Menning fyrirtækjanna er ekki upp á marga fiskanna og maður verður bara að spila með ef maður er svo óheppinn að þurfa að vinna í þessum geirum..., þó vissulega megi ávalt finna meiriháttar fólk einhvers staðar í kerfinu, þá eru þeir aðilar bara allt - allt of fáir....
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 17.4.2009 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.