Óskiljanleg þróun..!

Í Mbl les maður: "Tugir breskra sveitarstjórna gætu fengið óvæntar greiðslur frá skilanefnd Heritable Bank, dótturfélags Landsbankans. Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að sparifjáreigendur geti átt von á að minnsta kosti 70% af innistæðum sínum, að því er kemur fram í breska blaðinu Sunday Times. Fram hefur komið að 123 breskar sveitarstjórnir áttu yfir 920 milljónir punda, jafnvirði 175 milljarða króna, á reikningum hjá Landsbankanum, Glitni og Kaupþingi. Óttast hefur verið að þetta væri tapað fé."

Ég skil þetta ekki alveg, í ljósi þess að Landsbankanum sáluga ber ekki skilda til að greiða meira en ca. 20.800 pund tengt hverjum reikning og þó sú upphæð væri hækkuð upp í t.d. 100.000 pund, hvernig geta bresk sveitarfélög sem áttu t.d. 5 milljónir punda á reikning búist við að fá 70-80% upp í sitt tap?  Ég skil ekki svona rökleysu....HaloEf þessir PENINGAR eru tilstaðar, þá hljóta þeir að verða notaðir FYRST til að greiða upp allar IceSLAVE skuldir sem okkur ber skilda til að borga...!  Verði síðan einhver afgangur, þá verður það fé notað til að greiða sveitarfélögum, góðgerðarsamtökum & öðrum sem voru svo vitlausir að leggja inn fé á IceSave dæmið. Maður hefur alltaf á tilfinningunni að "bresk stjórnvöld" séu að reyna að leika á íslensk stjórnvöld og miðað við fréttir upp úr breskum fjölmiðlum sýnist manni þeim ganga vel í slíkum gjörningum.  Að setja á okkur hryðjuverkalög gefur breska ljóninu ekki "frítt spil" til að endurgreiða TAPAÐ fé til sinna bresku sveitastjórna...!  Hvar er rödd íslenskra stjórnvalda í þessu máli...Errm???  Ég vil gjarnan að íslenskir fjölmiðlar (sem oftast bregðast í sínu starfi) fari nú í að UPPLÝSA  þjóðina betur um þetta IceSLAVE dæmi  & sama má segja um ríkisstjórnina.  Þessi "sjálfstæða þjóð vil all upp á borð...Grin" - við viljum vera upplýst um þetta mál, enda skiptir miklu máli að heyra að þessu leiðindarmáli sé kannski að ljúka á farsælum nótum..Whistling

Kv. Heilbrigð skynsemi


mbl.is Óvænt fé í íslenskum banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

IceSave var (því miður) ekki rekið í gegnum Heritable bankann. IceSave var útibú frá íslenska Landsbankanum. Heritable va rdótturfélag Landbankans, sem breska fjámálaeftirlitið tók yfir og er að gera upp. Þessi frétt segir því í raun lítið eða ekkert um uppgjör IceSve málsins, nema hvað væntanlega verður enginn afgagnur úr Heritable bankanum sem gengur upp í skuldir Landsbankans...

Einar Karl, 19.4.2009 kl. 12:04

2 identicon

1. Þetta er Heritable Bank, ekki Landsbankinn, ekki Icesave. Þetta hefði aldrei fallið á íslenska tryggingasjóðinn og er því ekki að spara okkur Íslendingum eitt né neitt

2. Þrotabúi Heritable ber að sjálfsögðu að greiða allar skuldir, ekki bara 20þúsund pund. Það er tryggingasjóði sem ber að greiða  síðarnefndu upphæðina ef engar eignir eru í þrotabúinu. Þarna eru eignir að finnast í þrotabúiinu

3. Icesave skuldirnar ERU inneignirnar sem þú vilt ekki greiða. Þannig að þær eru greiddar fyrst.

Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 12:07

3 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Takk Einar & Björn, ykkar orð ÚTSKÝRA það sem ég óttaðist...

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 19.4.2009 kl. 13:47

4 identicon

Gæti verið að eitthvað skorti á upplýsingaþjónustu fjölmiðla og yfirvalda við okkur þessa hversdags íslendinga?

Mér finnst athyglisvert að Morgunblaðið skuli hafa kallað Heritable Bank,dótturfyrirtæki Landsbankans í UK,  íslenskan banka í þessari frétt, þó eðlilegt sé að breskir fjölmiðlar lýsi  Heritable  sem einum af "íslensku bönkunum". Kannski hefur Moggastarfsmaðurinn bara snarað meginefni Sunday Times  fréttarinnar yfir á íslensku og skellt fyrirsögninni á textann umhugsunarlítið .Hann hefur þá ekki haft í huga að okkur sjálfum dettur yfirleitt Icesave í hug þegar við heyrum um íslenska banka í útlöndunum. Fæst þekkjum við nöfn dótturfyrirtækjanna sem íslensku bankarnir stofnuðu erlendis og trúlega er mörgum ekki ljóst að þau falla ekki undir íslenska tryggingarsjóðinn.Mér finnst skiljanlegt að margir hafi skilið fyrirsögn fréttarinnar þannig að nú þyrftum við ekki að hafa neinar óskapa áhyggjur lengur af þessu Icesave máli og skuldunum sem barnabarnabörnin okkar þyrftu að borga þessum útlendingum.Mér finnst svona fréttaflutningur ekki traustvekjandi.

agla (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 16:18

5 identicon

Kæra Agla, svona fréttaflutningur MBL er ekki bara ótraustvekjandi, hann í raun til háborinnar skammar og maður spyr sig hver er tilgangur með því að setja fram jafn "villandi & óskýra frétt...??".

kv. Heilbrigð skysemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 18:00

6 identicon

Myndin sem Morgunblaðið "puntar" fréttina með sýnir Icesave merkið greinilega þó efni fréttarinnar sé ótengt Icesave málinu. Það finnst mér gefa mjög villandi hugsmynd um fréttaefnið.

Agla (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jakob Þór Haraldsson

Höfundur

Jakob Þór Haraldsson
Jakob Þór Haraldsson
Heilbrigð skynsemi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...2009_994877
  • Jakob2009

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband