Dópistar á ferð!

Því miður á svona ránum eflaust bara eftir að fjölga.  Íslenskt samfélag er & hefur alltaf verið "agalaust", nú er heldur enginn "virðing til staðar fyrir t.d. eldra fólki", sorglega stór hluti af þessum dópistum (ógæfufólki) fer í endarlausar meðferðir, meðferðir sem ekki skila miklu því stór hluti þessara einstaklinga hefur fyrir löngu gefið skítt í samfélagið og samfélaginu mistekst sorglega oft að byggja þessa einstaklinga upp aftur....!  Mín upplifun er að okkur er ekki að takast nógu vel að byggja upp þessar "ungu sálir" sem missa sig út á eiturlyfja brautina.  Augljóst að okkar réttarkerfi er í molum, þessir einstaklingar eru ekki að taka út neina refsingar, og stundum er tekið á þessum "afbrottarmálum eins og að glæpalýðurinn séu fórnarlömbin & allt er látið snúast um þeirra málefni" en fórnarlambið verður afgangsstærð...Grin.  Íslenskir afbrota unglingar bera eðlilega enga virðingu fyrir dómstólakerfinu, enda er ekkert tekið á þeirra brotum sem heitið getur.  Við sem þjóð verðum að ÞORA að endurskoða allt það auma kerfi.  Unglingur sem leiðist t.d. út í "dóp & glæpi" á að þurfa að sitja inni í t.d. lágmark 1-2 ár í meðferð og þá er ég að tala einnig um að þessir unglingar séu aðskildir, þannig að strákar séu vistaðir í sér meðferð & stúlkur í sérmeðferð.  Í dag fá þessir krakkar að upplifa gistihúsið Götusmiðjuna, og stunda þar "vilt & tryllt kynlíf" eins og ekkert sé sjálfsagðara.  Þau upplifa þannig aldrei neina refsingu eða alvöru endurhæfingu, heldur fá þau hvíld á "vernduðum vinnustað fyrir kærulausa unglinga".  Þessu verður að breyta, ef við viljum taka á þessum vandarmálum af einhverju viti.

Ég hef unnið með "útigangsfólk, drykkjumenn & dópista", samfélagið vil ekki vita af þessu fólki, og vandamálin tengt þeim eru bara að aukast & aukast, rán, blint ofbeldi og ótrúlegar harmsögur sem oft fylgja þessum sjúku einstaklingum.  Í raun er skelfileg þróun í gangi, en það nennir enginn að fjalla um þessi vandamál.  Fjölmiðlar & stjórnvöld reyna að þaga niður þessi vandamál, og svo bregður sumum þegar þessi rán gerast "grófari & grófari".  Því miður er þetta þróun sem okkur mun ekki takast að snúa við nema stjórnvöld fari að alvöru að taka öðru vísi að "meðferða úrræðum" tengt "ungum dópistum & vandræða unglingum".  Mistakist okkur að rétta við þessa sjúku einstaklinga, þá á vítahringur þeirra bara eftir að versna & versna, með gríðarlegum kostnaði fyrir samfélagið og ótrúlega slæmum afleiðingum fyrir þessa aðila, þeirra ættingja & þeirra einstaklinga sem lenda í því að verða fórnarlömb þeirra ofbledis....Whistling  Við verðum að taka þessi "eiturlyfja vandamál" fastari tökum, bæði hvað varðar "unga & eldri dópista" - allt samfélagið græðir á því ef okkur tekst að koma málefnum þessa "ógæfufólks" í betri farveg.

kv. Heilbrigð skynsemi


mbl.is Ræningjar fyrir dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er vegna lögreglu aðgerða vegna dóp busta....

löggan stendur sig vel enn það er ekki nóg að horfa árið 2009

á hlutina með bæði augu lokuð...

við þurfum aðra lausn á þessu vandamáli sem brýtur ekki lög ....

Ticker (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 00:43

2 identicon

Kæri Ticker, rétt að við þurfum að fara hugsa út fyrir "boxið" er kemur að lausnum.  Góð byrjun væri t.d. ef íslensk stjórnvöld færu að taka þetta dópista vandamál alvarlega.  Hvaða samfélag t.d. HENDIR út SJÚKU fólki á GÖTUNA í næstum því tvö ár sbr. Byrgið, þegar eina sem þurfti að gera var að skipta um "yfirmenn" og setja inn á svæðið "FAGFÓLK....."  Ég skil ekki af hverju íslenskir fjölmiðlar fjöluðu ekki um þessi "glórulausu vinnubrögð????"  Í mínum huga er því miður Ísland "fábjána samfélag" - gjör spilt og á ótrúlega mörgum stöðum upplifir maður bara "rugl stjórnun" - enda fór illa fyrir okkur...!  Við sem ÞJÓÐ erum oft að haga okkur eins og verstu "dópistar & alkar" - allt samfélagið er MEÐVIRKT í því að "horfa framhjá vandamálum" - hugsunarhátturinn "þetta reddast vonandi einhvern veginn...," virðist vera okkar föstu viðbrögð við ölllum vanda.  Sorglega fyndið samfélag...

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 01:20

3 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Skrítið. Annars vegar kallarðu þetta fólk "dópista drasl" og "vandræða unglinga" en hins vegar sjúkt fólk sem þarf aðstoð fagfólks. Hvort er það Jakob?

Páll Geir Bjarnason, 29.4.2009 kl. 01:49

4 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Páll Geir, flest öll erum við sérstök, ástæður þess að unglingar lenda í vandræðum geta verið fjölmargar og á því er tekið á ólíkan hátt & reynt að aðstoða þá einstaklinga í gegnum fagfólk í skólnum, í tengslum við lækna, sálfræðinga og allt það lið sem vinur með unglinga almennt.  Flestir kannast við að hafa t.d. einhvern tímann verið vandræða unglingar og ekkert að því, það sem er hins vegar mjög slæmt er þegar þessar "ungu sálir" leiðast út í "neyslu á eiturlyfjum & vímuefnum" sem breyta þeirra hegðun frá því að vera í eðlileg yfir í að fara úr böndum....!  Þeir einstaklingar sem ekki fá hjálp nógu tímalega, eiga ávalt á hættu að enda sem "dópista drasl", það brennir flestar brýr að baki sér.  Ég lít á slíka einstaklnga (unga & gamla) sem lenda inn á eiturlyfjabrautinni sem SJÚKA einstaklinga sem þurfa AÐSTOÐ....!  En eins og þú eflaust veist er vonlaust að aðstoða þá, nema að til komi VILJI hjá þeim til að breita um HEGÐUN.  Því miður sækjast þessir "veikburða einstaklingar" í slæman félagsskap og því myndast í raun VÍTAHRINGUR sem gríðarlega erfitt er að rjúfa...!

Ég lít á flesta dópista sem "ógæfu fólk", og þeir einstaklingar sem ég hef unnið með eru flest allir "veikir einstaklingar, þó auðvitað miss mikið" en augljóslega einstaklingar sem þurfa á faglegri aðstoða að halda.  Því miður er fjöldi fólks sem vil ekki aðstoð, það telur ekkert að sinni hegðun.  Því miður er fjöldi aðila í kerfinu sem hefur GEFIST UPP á þessum einstaklingum.  Erfitt að vera t.d. læknir og vera í því að lækna einstakling sem ávalt vinnur gegn því sem þú ert að reyna að koma í gegn, niðurdrepandi og bara mannleg hegðun að gefast upp á slikum dópista bjánum.  Hins vegar má "kerfið - ríkið" ekki gefast upp, heldur ber þeim SKILDA til að taka þetta vandarmál alvarlega, setja t.d. betra fagfólk yfir SÁÁ, fjölga sambýlum fyrir ógæfufólk, lengja meðferða úrræðin o.s.frv.  Mér finnst þetta ógæfufólk ekki eiga mikið af talsmönnum í samfélaginu.  Innsýn mín í þessa "meðferða keðju hérlendis" er bara á þann veg að ég óttast framtíðina.  Mér finnst við sem samfélag ekki taka nógu vel á þeim vandamálum sem tengjast t.d. "dópista rugli" og ég óttast að ástandið eigi bara eftir að versna.  Þó ég sé allur að vilja gerður til að aðstoða fólk og láta ávalt gott af mér leiða, þá finnst mér stundum leiðinlegt hversu auðveldlega þessir unglingar sem fara út í t.d. "dóp neyslu" geta frýjað sig endarlaust ábyrgð gagnvart sinni hegðun.  Oft er hlutunum snúið á hvolf í kerfinu, þau verða allt í einu fórnarlömbin & eiga bát, þau vissu ekki hvað þau voru að gera o.s.frv.  Því miður er það ekki rétt, þessir einstaklingar (ungir & gamlir) vita alveg hvað þeir eru að gera, þeir eru því miður bara "sjúkir einstaklingar" og meira minna allt þeirra líf snýst um það að verða sér út um næsta skammt...!  Því tala ég um þá sem "ógæfufólk", þeir valda sjálfum sér, ættingjum og fórnarlömbum sínum miklum skaða.   Við megu samt aldrei gefa þau upp á bátinn, við eigum að halda í þá VON að sá dagur muni koma að ÞAU sjálf taki þá meðvituðu ákvörðun að bregða um lífstíl og fyrst þá eigum við möguleika á að byggja þau upp aftur.

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 29.4.2009 kl. 02:38

5 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Svona lið þarf að losna við af götunni. Það er ekki flóknara en það.

Satt er að vandamálið er margþætt.

1. Sveinn Andri Sveinsson og félagar hafa unnið ötullega að því að halda rammanum sem allra lægstum svo glæpaaumingjarnir sleppi sem fyrst út svo þeir brjóti sem fyrst aftur svo þeir geti varið þá sem fyrst aftur.

2. Íslenskt samfélag hefur alltaf verið með linkind gagnvart glæpamönnum. Hvaða þjóð aumingja lét þekkta barnaníðinga ganga lausum hala svo áratugum skipti í sjávarplássum, bæjum og þorpum alla síðustu öld, ráðandi þá í störf þar sem þeir gátu níðst á fórnarlömbunum. Hvaða aumingjasamfélag leyfir sér að refsa ekki svona mönnum.

3. Hvaða samfélag aumingja leyfir síbrotamönnum að ganga lausum á skilorði, æ ofan í æ.

4. Hverskonar hálfvitaþjóðfélag  hlustar á þá sem voru í lið #1 og leyfir glæpamönnum að ganga lausum af því að þeir fengu það áður.

5. Ef velsæmiskennd þjóðarinnar er misboðið með dómum sem þessum, þá þarf að taka málin í sínar hendur. Ég hvet fólk sem á hlut að máli til að einfaldlega gera það. Það er nóg komið af þessu.

Rúnar Þór Þórarinsson, 29.4.2009 kl. 02:46

6 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Jakob, ég var að pósta um leið og þú.

Þetta snýst ekki um rétt þessara drengja sem KJÓSA braut eiturlyfja og glæpa. Þetta snýst um rétt saklausra borgara, eldri borgara í þessu tilviki, fólks sem við sem samfélag eigum að vernda. Miðað við það fólk þá er þetta ógæfupakk þitt einskis virði. Þeir völdu þetta - Live with it!

Rúnar Þór Þórarinsson, 29.4.2009 kl. 02:49

7 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Hvað meinarðu með "betra fagfólk yfir SÁÁ"? Þar starfa læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og ráðgjafar auk samvinnu við sálfræðinga, geðlækna og félagsráðgjafa. Hverju viltu bæta við? Hvers eðlis er "vöntun" á fagmennsku innan SÁÁ? Á hverju byggir þú að fagmennsku þar sé ábótavant?

Páll Geir Bjarnason, 29.4.2009 kl. 03:19

8 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Rúnar Þór, ég er sammál því sjónarmiði þínu að samfélaginu hefur algjörlega mistekist að taka á þessum málum á uppbyggilegan hátt, réttakerfið er F**king joke í þessum málum, og þó svo þessir einstaklingar séu "sjúkir" þá má auðvitað ALDREI gleyma þeirri skildu stjórnvalda að VERNDA okkur almenna borgara fyrir þeirra brengluðu hegðun.  Hjá þessum dópistum snýst meira & minna allt lífið um að verða sér út um næsta skammt, og skiptir þá engu máli hvernig þeir verða sér út um hann...!  Þessir unglingar missa fljótt virðingu fyrir réttakerfinu, þegar þeir upplifa hversu auðveldlega þeir sleppa við refsingar...!  Meðferða úrræðin hérlendis eru allt of stutt, þau eru í flest öllum tilfellum til skammar, meðferðakeðjan er í molum, skortur á fagfólki á mörgum stöðum.  Ég tek undir það sjónarmið þitt að við verðum að fá þessa einstaklinga (unga & gamla) til að axla meiri ábyrgð á sínum gjörðum.  Nota meira frelsissviptingar & önnur úrræði.  Augljóst að þau úrræði sem nú eru notuð í kerfinu eru bara ekki að skila árangri, það er svo sorglega augljóst.

Ég er reyndar svo trúaður, að ég lít á alla einstaklinga sem auðlind, en manni sárnar vissulega þegar "ungar sálir villast af leið" og festast í vítahring glæpa.  En þó við viljum aðstoða þessa sjúku einstaklinga, þá verðum við einnig að hafa HUGREKI til að kalla þau meira til ábyrgðar fyrir þá "brengluðu hegðun" sem þau standa fyrir.  Þau vita alveg upp á sig skömmina, þau vita eins og aðrir glæpamenn að þau eru að gera rangt...!  Í raun eru við að sjá alstaðar í samfélaginu að FÍKN sem fer úr böndunum er "skaðræðis dæmi", skiptir þá engu hvort um er að ræða t.d. "peninga fíkn", "kynlífs fíkn", "eiturlyfja fíkn", "matar fíkn" og svo framvegis.  Guð reyndi að kenna okkur m.a. "kærleik & hófsemi", ýmsar digðir sem leiða til góðs lífs.  En okkar hafa villst af leiði í "blindri græðgisvæðingu í hluti sem við getum verið án" - við getum hins vegar aldrei verið án "ástar & hlýju" - það eru hlutir sem við eigum að sækjast í, ekki "dóp & peninga".  Mér finnst nútíma maðurinn í raun vera að flýja "lífið" & "sjálfan sig" með dópista rugli.  Því vil ég leggja svona mikla áhersu á að byggja upp hjá unglingum strax í byrjun "jákvæða ímynd" - það þarf nefnilega sterk beinn til að segja NEI við DÓPI...!  Ég óska engum þess að missa sig út á þá braut.

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 29.4.2009 kl. 03:26

9 identicon

Kæri Páll, ég hef upplifað vinnubrögð SÁÁ á tvennan hátt, var starfskynningu þar í t.d. heila viku og fékk gott innsýni í vinnubrögð Þórarinns og hans starfsfólks.  Það eina sem hægt er að hrósa SÁÁ fyrir er "afeitrun sjúklinga" sem tekur yfirleitt 5-10 daga, önnur vinnubrögð hjá þeim fá því miður fall einkunn!  SÁÁ virðist rekið á þeim grunni að þeim mun "oftar" sem sjúklingur kemur inn þeim mun betra, meiri fjöldi þýðir meir peningur úr ríkiskassanum - það er sú hugmyndafræði sem virðist vera í gangi hjá Þórarinni.  Ráðgjafar þarna inn eru nú flestir bara áfengisráðgjafar.  Því miður upplifði maður að læknarnir & hjúkrunarfólkið bar nú ekki mikla virðingu fyrir skjólstæðingum sýnum, sérstaklega ekki þeim sem eru að koma í 5 skipti eða ofar inn, þá er yfirleitt gert stólpa grín af þeim einstaklingum á lokuðum fundum.  Ekki borin "virðing" fyrir þessum einstaklingum og gríðarlegur skortur á "þjónustulund" hjá flestu starfsfólki SÁÁ.  Ég hefði haldið að meðferðastofnun eins og SÁÁ ætti að líta í eigin barm þegar "tugir & oft hundruð einstaklinga" eru farnir að koma þarna inn & út í meðferð í t.d. 5-30 skipti.  Meðferða úrræði SÁÁ eru allt of skamvinn, það vita allir sem vinna í þessum geira og það vita allir að árangur SÁÁ er til skammar.  Síðan hjálpar ekki að sveitarfélögin veita þessum einstaklingum næstum því engan stuðning, hvorki er kemur að vinnu, íbúð eða neinu sem myndi aðstoða sjúkling við að koma undir sig fótunum.

Ég kom síðan t.d. einu sinni með mjög sjúkan einstakling (eldri drykkjumann) úr Gistiskýlinu Þingholtsstræti upp á Vog, gríðarlega mikilvægt var að hann kæmist strax inn og ég hafði hringt á undan mér og lagt áherslu á að hann yrði tekinn inn.  Hvað gerðist?  Þegar við mætum á svæðið þá voru 2-3 hjúkrunarkonur þeirra í "kaffi" - ekki grín, enginn í afgreiðslunni, ég bankaði nokkrum sinnum á glerið og eftir nokkra bið þá kom einn af þeim fram í andyrið (mjög fúll) og spurði hvað væri eignlega um að vera.  Ég sagðist vera kominn með einstakling sem vildi komast strax inn í "afeitrun hjá þeim" (yfirleitt mjög erfitt að fá eldri drykkjumenn til að taka slíkt skref) - hún sagði honum bara að setjast, hún myndi sinna honum síðar (eftir ca. 1 tíma eða svo) - ég ætlaði ekki að trúa þessu, en því miður gaf hún þetta ekki eftir.  Ég varð því miður að skilja hann eftir og um leið í andyrinu, vitandi að hann myndi stinga af um leið og ég væri farinn af svæðinu.  Sú varð raunin, hann fór beint í ÁTVR og keypti vodka, þessi aðili er núna dáinn!  Ég persónulega hef ekkert álit á vinnubrögðum SÁÁ og Þórarins.  Þórarinn hefur ítrekað sýnt að hann á ekki að fá að vera þarna yfirlæknir, honum tekst ekki einu sinni að rétta við sinn eigin son, þrátt fyrir fjöldan allan af tilraunum.

Ég gef hins vegar Landsspítalnum hæðstu einkunn fyrir fagleg vinnubrögð, Borgarspítalinn fagleg vinnubrögð, Ekron í Kópavogi & Krísuvíkur samtökin eru að standa sig vel þegar að kemur að endurhæfingu.  Gríðarlega mikil þjónustulund þar, gæðakerfi til staðar á báðum stöðunum.  En því miður fá SÁÁ & Samhjálp falleinkunn í þessari meðferða keðju, algjöra falleinkunn og sama má segja um íslensk sveitarfélög & íslenska ríkið.  Þetta er ekki einfald mál að leysa, en til að hægt sé að leysa þau þá verður ríkið að skoða betur hvað betur megi fara í starfsemi SÁÁ og annara sem koma að þessari meðferðakeðju. 

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 03:58

10 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þú ert s.s. fúll af því þú fékkst ekki vinnu þarna.

Páll Geir Bjarnason, 29.4.2009 kl. 14:15

11 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Haha Páll, ekta internet-svar !

Annars vil ég segja honum Jakobi að færslan þar sem hann vísar máli sínu til mín er nokkuð sem ég get algerlega lifað með. Við deilum þar flestum skoðunum fyrir utan að ég er alger trúleysingi - Í guðanna bænum hættu að biðja til guðs og álíta allt gott vera frá guði komið í Jesú nafni, amen!

Seinni færslunnar ætla ég ekki að taka afstöðu til. Er of fjarri SÁÁ pakkanum öllum til að geta fellt dóma um fólk og vinnuferla þar inni.

Rúnar Þór Þórarinsson, 29.4.2009 kl. 15:30

12 identicon

Kæri Páll Geir, ég er reyndar mjög feginn að ég sé ekki að vinna hjá SÁÁ, mér myndi líða illa að vinna á stað þar sem ekki er til staðar þjónustulund og umhyggja fyrir skjólstæðingum sýnum, þannig að ég er mjög feginn að vera ekki að vinna þar, auk þess sem launastefna þeirra er einnig til skammar....  Margur heldur mig sig..!

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 19:11

13 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

vinn þar... Ósammála.

Páll Geir Bjarnason, 29.4.2009 kl. 21:18

14 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Páll, við getum verið sammála um að vera ósammála...

Jakob Þór Haraldsson, 29.4.2009 kl. 22:45

15 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Það getum við. Reyndar sammála varðandi launin, en það á við um launin í heilbrigðiskerfinu yfir höfuð. Enda er frekar að sakast við Ríkið varðandi laun mín en SÁÁ.

Páll Geir Bjarnason, 29.4.2009 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jakob Þór Haraldsson

Höfundur

Jakob Þór Haraldsson
Jakob Þór Haraldsson
Heilbrigð skynsemi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...2009_994877
  • Jakob2009

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 36468

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband