Daprir stjórnmálamenn!

Mér finnst sorglega fyndið að sjá að fjöldi fólks hérlendis trúir enn á það að íslensk stjórnvöld muni gera eitthvað fyrir "einstaklinga & fjölskyldur í landinu" - halló - halló?  Hvenær hafa hagsmunir fólksins í landinu verið setir í 1. sæti?  Hvenær hefur Ísland verið fjölskylduvænt samfélag?  Hérlendis hefur ríkt fákeppni á flestum sviðum, helmingaskiptareglan í stjórnmálum, einkavinnavæðing, fólk sem kýs rétt, fær störf í tengslum við þennan frábæra hæfileika sinn, yfirleitt störf sem það veldur engan veginn, en það skiptir engu máli, hagsmunir flokksins eru ávalt setir í fyrsta sæti, hagsmunir sjálftökuliðsins í stjórnmálum í annað sæti og hagsmunir þjóðarinnar eru þarna einhver staðar í 5. sæti eða svo...Undecided.  Er verið að skipta út stjórnendum og stjórn í Landsvirkjun & Orkuveitu Reykjavíkur í ljós skelfilegs reksturs?  Nei, þetta lið heldur endarlaust störfum sínum, þetta eru nefnilega réttu aðilarnir sem hafa fengið störf sín (völd) í gegnum stjórnmálalegar klíkur..!  Svo er fólk hissa á að þjóðarskútan sé sokkinn, halló - halló, slíkt hlaut að gerast þegar hæfasta fólkið í landinu er ekki virkjað sem skildi..!

Ef stjórnvöld hefðu í alvöru áhuga á VELFERÐ fólksins í landinu þá hefði verið farið í það að krafti strax í október 2008 að finna lausnir sem leiðrétta þetta gífurlega misræmi sem skapast tengt erlendum lánum þegar gjaldmiðil þjóðar næri því hrynur til grunna.  Það er eitt af hlutverkum ríkissins að koma fólki til aðstoðar þegar svona hlutir gerast og bjóða upp á farsælar launsir. En því miður vita fráfarandi & núverandi stjórnvöld ekki hvernig leysa á vandann og hvað gera þau þá?  Jú, eins og ávalt "ekki neytt" í þeirri von að þetta muni nú bara einhvern veginn reddast..Whistling.  Þjóðarógæfa hversu arfalélega stjórnmálamenn við eigum.    Síðan verð ég nú bara að spyrja: "Hvar er t.d. RÖDD Verkalýðshreyfingarinnar í öllum þessum hamförum sem dynja á þjóðinni?" Mér hefur fundist síðstu 5-15 árin bæði "stjórnvöld, stjórnmálaflokkar & verkalýðshreyfingar" spila með vitlausu liði, þ.e.a.s. þessir aðilar sem eiga að vera hugsa um hagsmuni okkar & okkar velferð, setja hana ávalt á hliðarlínuna og taka því miður álvat upp málstað auðvaldsins (fyrirtækja & lífeyrissjóðanna) þeirra sem hafa fengið "frítt spil til að nauðga íslenska sauðnum!"  Ég á við aðila eins og t.d. "olíufélögin, tryggingarfélögin, bankanna, lífeyrissjóðina og alla þá sem fá að OKRA á samfélaginu út í það óendalega og alltaf er boðskapurinn að þessir aðilar séu í raun að þjóna fólkinu í landinu.....Cool

Það er forgangsraðað vitlaust í samfélaginu, það er gefið vitlaust í samfélaginu, í guðanna bænum íslenskir stjórnmálamenn farið nú að vinna fyrir kaupinu ykkar og komið með lausnir og vinnið með Hagsmunasamtökum heimilanna og annar sem reyna að vekja ykkur til lífs.  Okkur er nefnilega flestum að blæða út og við viljum "réttlæti", við getum ekki sætt okkur við að vera bara "afgangs stærð" og að ekkert sé í raun hægt að gera fyrir okkur nema að lengja í okkar lánum.  Slíkur boðskapur er bara ekki boðlegur.  Ég vona að "heilaga Jóhanna" fari nú í að "upplýsa þjóðina" um hvaða lausnir Samfylkingin kemur með á borðið, þá er ég að biðja um "sundurliðaðar lausnir - aðgerðar áætlun" sem sýnir eitthvað meir en að lengja í lánum og fresta nauðungaruppboðum skuldara..Grin.  Ég tilheyri nefnilega þeim hópi fólks sem er ekki bara að blæða út, heldur tel ég að í haust þegar það kemur BETUR í ljós að Samfylkingin kom ekki fram með lausnir, að þá munum við sem þjóð upplifa "kerfishrun númer tvö" og þá er ég sannfærður um að kjósendur munu senda Samfylinguna í "mjög langt frí".  Ég mæli eindregið með því að stjórnvöld fari að virkja "Heilbrigða skynsemi" áður en allt fer hér á veri veg....Halo.

kv. Heilbrigð skynsemi


mbl.is Stjórnvöld leiðrétti erlend lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Ég hvet alla til að kynna sér tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna og skrá sig í samtökin.

Þórður Björn Sigurðsson, 29.3.2009 kl. 23:24

2 identicon

Kæri Þórður, ég er skráður í samtökin ykkar, þið eruð að gera frábæra hluti, þið eruð að gera "vinnuna sem verkalýðsfélög & stjórnvöld ættu að vera að gera", en því hlusta núverandi stjórnvöld lítið á ykkar ráðlegingar sem er í raun óskiljanlegt.  Þið standið vaktina fyrir okkur og þið eigið mikið hrós skilið fyrir það!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jakob Þór Haraldsson

Höfundur

Jakob Þór Haraldsson
Jakob Þór Haraldsson
Heilbrigð skynsemi
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...2009_994877
  • Jakob2009

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 36489

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband