2.4.2009 | 10:41
Bölvuð lygi!
Þetta er bara ekki boðlegt hjá núverandi viðskiptaráðherra að slá fram svona "þvælu". Þessi auma ríkisstjórn er ekki að gera mikið fyrir "einstaklinga & fjölskyldur í vanda" - þá lít ég framhjá lausnum þeirra sem felast í "frystingu lána, lengingu lána og stöðvun á nauðungarsölum í vissan tíma" þetta eru ekki lausnir sem leysa vandamálin, heldur eru þessar lausnir að "fresta því að taka á vandamálunum", enda er Samfylking ekkert annað en "lýðskrum og sá flokkur getur ekki tekið á vandamálum, því hann hefur engar lausnir" - því miður er frekar augljóst að VG hefur heldur engar lausnir. Svo kemur þessi Gylfi og "lygur blákalt framan í þjóðina" - er nema vona að ekkert TRAUST sé til staðar í samfélaginu.
Ég skal nefnan nokkrar ástæður fyrir því að ástandið á bara "eftir að versna rosalega á næstu tveim árum" - ástæðurnar fyrir því eru t.d. eftirfarandi staðreyndir: "Atvinnuleysi á bara eftir að aukast, það þýðir að 2-2,5 milljarðar streyma út úr atvinnutryggingarsjóð sem verður tómur í ágúst í ár þannig að gríðarleg útgjöld koma á ríkið sem ekki voru áður, skattatekjur ríkissjóðs hrynja, neysal tregst saman, skattar hrynja, útflutningsverðmæti fisk & áls lækkar rosalega, útflutningstekjur dragast því saman, krónan okkar nýtur einskis traust, hún á því bara eftir að veikjast með gríðarlegum afleiðingum, okkur tekst ekki að leysa vandamál tengt jöklabréfum, okkur tekst ekki að leysa IceSave deiluna, milljarða útgjöld lenda á ríkissjóð tengt vaxtagreiðslum af ný tilkomnum skuldum, ríkið verður of lengi að skera niður ríkisútgjöld, ástandið á því bara eftir að versna, fólk í landinu missir trú á samfélagið og lífsgleði með fjölgun afbrota, fjölgun skilnaðar, fjöldi fólks lendir í fátækragildru, gríðarleg reiði & hatur verður í samfélaginu, fyritæki & einstaklingar eiga eftir að lýsa gjaldþrotum í hundruða tali, slíkt hefður auðvitað ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Veiðar eiga eftir að dragast saman sem skilar ennþá minni gjaldeyristekjum, erlendir aðilar vilja ekki fjárfesta á Íslandi út frá höftum og út frá því að landið hefur á sér þá ímynd erlendis að við séum heimsmeistarar í "lygum & blekkingum" - glæpaþjóð sem ekki er treystandi og ég gæti haldið áfram á svipiðum nótum. Þetta þýðir að ótrúlega líklegt er að hérlendis verði annað "kerfishrun" síðar í haust. Ég hvet sem flesta sem eiga þess kost að koma sér af Djöflaeyjunni og fara til landa sem eru fjölskylduvæn, nú þegar höfum við misst frá okkur fjölda einstaklinga til annara landa og slíkt kemur sér ekki vel fyrir samfélagið. Að lokum, þið 30% sem ennþá eruð að spá í að kjósa RÁNFUGLINN, hvað þarf að gerast til að sá flokkur missi atkvæði ykkar....?
kv. Heilbrigð skynsemi
Sér fyrir endann á hrunsferli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jakob Þór Haraldsson
Bloggvinir
- ak72
- ace
- andrigeir
- annaragna
- arikuld
- arnthorhelgason
- axelaxelsson
- skagstrendingur
- axelpetur
- baldurborg
- baldher
- baldurkr
- baldvinj
- bensig
- benediktae
- bergthorolason
- birgitta
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- siggibragi
- gattin
- egill
- jari
- einarbb
- einarborgari
- leifurl
- sunna2
- estheranna
- eyglohardar
- finni
- fhg
- gesturgudjonsson
- gudbjornj
- elnino
- bofs
- hardarson
- hreinn23
- gudnym
- bellaninja
- neytendatalsmadur
- hallarut
- xstrax
- halldorjonsson
- hallurmagg
- sveinnelh
- haddi9001
- maeglika
- hhbe
- hjorleifurg
- hlynurjor
- jensgud
- johanneliasson
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- jonsnae
- prakkarinn
- askja
- kolbrunerin
- krist
- kristinn-karl
- kristinnp
- krisjons
- kga
- altice
- larahanna
- ludvikludviksson
- lydurarnason
- magnusthor
- vistarband
- elvira
- martasmarta
- methusalem
- mixa
- predikarinn
- pallvil
- raggig
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- raksig
- undirborginni
- runirokk
- salvor
- fullvalda
- duddi9
- sigurjonth
- siggi-hrellir
- sisi
- hosmagi
- stormsker
- saevarh
- theodorn
- toro
- tryggvigunnarhansen
- tryggvigislason
- vala
- valgeirskagfjord
- villibj
- au
- kreppukallinn
- reykur
- thjodarsalin
- aevark
- isleifur
- astromix
- omarragnarsson
- os
- kermit
- tsiglaugsson
- thorsaari
- icekeiko
- thorhallurheimisson
- tbs
- bjarnijonsson
- elismar
- frjalslyndirdemokratar
- vidhorf
- tilveran-i-esb
- jonvalurjensson
- sigurdurkari
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem getur byggt upp atvinnulífið. flokkurinn gerði það eftir síðustu vinstri óstjórn og mun þurfa að gera það aftur eftir þessa vinstri óstjórn.
ef þú ert reiður þá geturu skammast í þeim sem lögðust gegn öllum fyrirbyggjandi aðgerðum gegn útrásinni. vg, samfó og forsetanum. lögðust gegn öllum lagasettningum sem hefðu getað komið í veg fyrir að eins illa fór og það gerði.
Fannar frá Rifi, 2.4.2009 kl. 10:48
Fannar.
XD kom þjóðinni á hausinn. Ekki vera svona vera með svona vitleysu að XD sé sá eini sem getir komið okkur á réttan kjöl aftur. Búnir að stjórna í 18 ár og hvar erum við? Gjaldþrota Fannar!
Þú ert að gera lítið úr sjálfum þér með að slá fram svona vitleysu. Dæmir sig sjálft...
hlynur Gudlaugsson (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 11:00
Kæri Fannar, ég hef vissulega gagnrýnt Óla grís (hirðfípl útrásarinnar), Sollu stirðu (verndarengill Jóns Toxit Baugur & Borgarnesræðan), en þú virðist bara ekki skilja að RÁNFULGINN hefur verið að stýra landinu síðustu 18 árin, það var X-D sem kom á "kvótakerfinu", það var X-D sem "stóð fyrir einkavinnavæðingu bankanna" (með aðstoð Framsókn), það var X-D sem "studdi við Decode svikamyllunga", það var X-D sem bjó til með aðstoð Seðlabankans ónýta peningarstefnu. Ég sagði mig úr Sjálfstæðisflokknum fyrir ca. 10 árum, því mér fannst augljóst að flokkurinn var ekki að hafa í heiðri þau "gildi sem hann var stofnaður um", en því miður er til nóg af fólki sem kýs þennan flokk í blindi, alveg sama hversu illa hann stendur sig. Slíkt skil ég bara ekki, nema ef vera skildi "þangað leitar klárinn sem hann er kvalinn". Ég skil svo ekki hverngi þú getur skammað VG fyrir þetta hrun, það er frekar ósmekklegt... Kannski við getum báðir "sannmælst um eftirfarandi - við eigum mjög lélega stjórnmálamenn" enda fór illa fyrir okkur sem þjóð.
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 2.4.2009 kl. 11:02
Bíddu nú hægur. Ertu að segja að eftir öll þessi ár undir stjórn sjálfstæðisflokksins. Að þá sé það bráðabirgðastjórninni, sem sett var á eftir hrunið, að kenna hvernig á stendur í þjóðfélaginu.
Eiríkur Yngvason (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 11:12
Af hverju voru ekki þessar lagasettningar settar á þegar bankarnir voru seldir? Af hverju á ég að trúa því að flokkurinn sem klúðraði þessu, geti lagað þetta? Ekki gat ég fyrir hrunið fengið milljarð í lán, en það gátu aðrir sem eru í sérstökum flokki. Spilling!!! sem ansi margir í sjálfstæðisflokknum vilja ekki að komi á yfirborðið. Það er nú bara þannig. Margt ljótt á eftir að koma upp.
Einar Már Gunnars. (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 11:13
Rétt Einar Már, mikil spilling sem hefur verið í gangi hjá "Sjálfstæðisflokknum, Samfylkingunni & Framsókn" og þessir flokkar vilja auðvitað ekki að sú spilling komi upp á yfirborðið, en ég spái því að það taki okkur 2-3 ár að upplýsa um mestu spillinguna, og þá á kjósendum þessa flokka eftir að bregða. Síðan segja menn eflaust "já, mig grunnaði þetta alltaf - en svona er nú Ísland og hefur alltaf verið". Það er nefnilega sorgleg staðreynd að "íslenski sauðurinn hefur látið fara illa með sig í 20-30 ár, okkur er "nauðgað ítrekað" í gegnum fákeppni (tryggingarfélögin, olíufélögin, matvöruverslanir o.s.frv) svo kemur bankkerfið með sýna "okurvexti & verðtryggingu" og íslenski þrællinn stendur auðvitað ekki undir svona delu! Ísland hefur ekki verið fjölskylduvænt samfélag í 30-40 ár og það tók algjört banka- & þjóðarhrun til að vekja þjóðina til lífs, þó svo sumir sjálfstæðismenn vilji ekki enn upplifa sannleikann! Þetta minnir á "alkann & aðstandendur alkans" - alkinn viðurkennir aldrei að hann sé fíkil og aðstandendur standa á hliðarlínu og vona að hlutirnir fara að breytast. Mjög margt sem minnir á "alkasamfélag hérlendis" - gríðarleg "fíkn & græðgi" sem hefur verið hérlendis. Enda má heldur ekki gleyma þeirri sorglegu staðreynd að yfir 15% af þjóðinni hefur farið í meðferð tengt ólíkum tengundum fíknar, og það hlutfall er bara að aukast. Eru menn svo hissa á því að illa fari fyrir okkur sem þjóð. Því segi ég enn og aftur "Gylfi - ástandið á því MIÐUR bara eftir að VERSNA áður en það skánar". Stjórnmálafólkið okkar er í raun bara "sorglegt sjálftökulið á ríkisspennanum" og við "þjóðin erum afgangsstærð". Ég á eftir að sjá þetta breytast til betri vegar.
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 2.4.2009 kl. 11:33
Ekki má gleyma því að einkavæðing bankanna hófst með Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Þegar hann hafði verið einkavæddur hófst þar líka ofurlaunastefnan. Þær hugmyndir sem uppi voru á þeim tíma sem þessi sala fór fram, voru að eignaraðild yrði dreifð. Eftir því sem Davíð Oddsson segir, hafði hann uppi hugmyndir í þessa veru, en fulltrúar Samfylkingar hafi verið á móti með þeim rökum að þetta væri meinbægni Davíðs í garð Jóns Ólafssonar í Skífunni. Einnig kom fram sú hugmynd að eigendur ríkisins, einstaklingarnir sem mynda þjóðina, fengju hver sinn hlut og greiddu svo tekjuskatt af hlutnum ef og þegar þeir seldu. Eftir að þessi sala fór fram án þess að eignaraðild væri dreifð, var brautin rudd fyrir yfirtökur o.þ.h.
Skúli Víkingsson, 2.4.2009 kl. 13:41
Hvaða píp er þetta, við Íslendingar erum ekki vön öðru.
Við verðum sennilega að leita aftur til Ölkofra til að finna baráttu fyrir réttlæti á alþingi þjóðarinnar. Sennilega var sú saga skráð af því mönnum þótti svo merkilegt að einhver hefði nennt að verja lítilmagnan gegn valdhöfum.
Baldvin Kristjánsson, 2.4.2009 kl. 16:11
Kæri Skúli rétt hjá þér að koma inn á Samspillinguna hjá Sollu stirðu.... Ekki má svo gleyma guðföður ofurlauna Pétur Blöndal, guðfaðir Bjarna Ármannssonar og sá sem sá til þess að ekki væri "til fé á hirðis" - "nú upplifum við hirðir án fé´s" - RÁNFUGLINN gaf "óreiðumönnum frítt spil" og skilur svo ekkert í að illa hafi farið hjá þeirra útvöldu spilafíklum.......! Kæri Baldvin, ég vildi óska þess að þjóðin fengi aftur Jörund hundadaga konung....!
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 2.4.2009 kl. 19:40
Skúli, vonandi lestu þetta aftur en ég vil spyrja þig aðeins.
Veistu hver stofnaði Fjárfestingarbanka atvinnulífsins eða lagði til að hann yrði stofnaður og lét hann hafa fé fyrir fjárfestingar?
Þú virðist vitna í nýlega ræðu Davíðs Oddsonar þegar þú segir að Samfylkinginn hafi barist gegn því að eignaraðild yrði dreifð þannig að ekkert varð úr því, skv. Dabba. En má ég þá spyrja, hverskonar stjórn er þá við völd sem lætur Samfylkinguna(sem var auðvitað í stjórnarandstöðu) stoppa sig í því að setja lög um dreifða eignaraðil? Ef það var svona mikilvægt (sem það auðvitað er) skv. Dabba vini þínum.
Af hverju ætti maður að trúa stöku orði úr þeim siðblinda manni sem Davíð Oddsson er? Auðvelt er að sýna fram á margar lygar af hans hálfu og því finnst mér það hallærislegt að vitna í ræðu geðveiks manns
Þorsteinn H. (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.