Færsluflokkur: Bloggar

Sannleikurinn!

Það besta við sannleikann er að rödd hans er svo sterk að hana er aldei hægt að kæfa. Sannleikurinn finnur alltaf leið til að koma sér á framfæri, þó stundum taki það tíma.  Rödd sannleikans er svo sterk að meira að segja C.I.A hefur set upp eftirfarandi einkunnarorð á veginn hjá sér "Truth will set yOu free...Grin."  Bandaríkjamenn hafa lúmskt gaman af því að "túlka" orð & gjörðir á allt annan hátt en önnur lönd...!  "I did NOT have SEX with that WOMAN....Halo" sagði félagi Bill Clinton, þegar hann bauð Miss Charm upp á "bæjarins bestu pylsu...Kissing."  Að lokum þetta "GOD bless AMERICA - F**k the WORLD", þetta viðhorf þeirra & hræsni skýn í gegnum allt hjá þeim.  Svo er fólk hissa á að RÁNFUGLINN hérlendis skuli ná svona góðum hljómgrunn með USA.  USA voru BRAUTRIÐJENDUR í því að ARÐRÆNA þjóð sýna gróflega & íslenski RÁNFUGLINN hefur staðið sig sorglega vel í því að hygla fáum útvöldum fjölskyldum & deila út þjóðarauð á silfurfati til réttra aðila (óreiðufólks...Tounge), en sem betur fer er þjóðin LOKSINS að losna úr þeim "heljar greipum sem FL-okkurinn hefur haldið okkur í.....Whistling."  Til ungra kjósenda XD vil ég koma eftirfarandi speki á framfæri: "Fool me ONCE same on YOU, fool me TWICE same on ME...Devil."

kv. Heilbrigð skynsemi


mbl.is Æfir vegna pyntinganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SPRON verður selt síðar!

Ég trúi ekki öðru en að eftir ca. 3-18 mánuði þá muni ríkinu takast að selja SPRON, eða hluta af SPRON veldinu fyrir ca. 1200-2000 milljónir.  Eftir að hafa fengið smá nasasjón af viðskiptum MB fjárfestingabanka í kringum Byr dæmið, þá er ég feginn að þetta var blásið af í tengslum við MB.  Eigum við ekki að gefa okkur að aðilar eins og t.d. Foreyjabank muni bjóða í þetta dæmi síðar og bjóða betur en MP?  Í ljósi þeirra viðskiptavildar sem tengist SPRON, þá tel ég persónulega að hægt eigi að vera að fá miklu meira en þessar 800 milljónir sem MP bauð.  Reyndar hefði verið æskilegt fyrir viðskiptavinni SPRON, fyrrum starfsfólk og ríkissjóð ef hægt hefði verið að selja fljótt þessa eign, en í ljósi gagnrýni frá FME þá var frekar augljóst að þessi sala gat ekki gengið upp á þessum tímapunkti.  Gef mér að rétt ákvörðun hafi verið tekinn af FME í fyrsta skipti í langan tíma, nú hafi þeir gert mistök, þá kemur það í ljós síðar þegar SPRON verður boðið aftur til sölu.  Nýir eigendur banka hérlendis verða að mínu áliti að hafa gríðarlega mikið "traust" og persónulega finnst mér yfirlýsingar MP fjárfestingabanka sjaldan traustvekjandi...Whistling

kv. Heilbrigð skynsemi


mbl.is MP Banki hættur við SPRON
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obs - I did it again!

Á bloggi Ragnheiðar Arna Magnúsdóttur kemur fram að hún er ekki sátt við þær "blekkingar sem ítrekað koma fram í auglýsingum  tryggingarfélaganna....Grin." Vísar hún þá til t.d. "...þegar þau auglýsa þessar asnalegu auglýsingar þar sem karlinn rústar bílnum vinar síns með málningar fötum Og segja síðan, við borgum allt......"  Hún heldur áfram og bætir við: "Tryggingarfélög á Íslandi eru ekkert annað en SVINDLARADRASL....Whistling. Þú borgar viðbjóðslega mikið fyrir bíldruslur og kofa ræfil, síðan ef eitthvað kemur uppá þá hrista þeir höfuðið og segja nei við borgum ekki því skemmdirnar urðu ekki svona og svona......."!  Er eðlilegt að ef vatn lekur inn til þín af náttúrulegum ástæðum (t.d. stíflaðist eitthvað í götu) og tryggingarnar segja NEI borgum ekki útaf náttúrunnar völdum en hins vegar ef þú ferð í bað og sofnar (drukknar samt ekki) það lekur útfyrir og allt parketið ónýtt.......þá segja tryggingarnar JÁ JÁ við borgum!!  Hneyksli - hneyksli segir þessi ágæta kona!"  Ég tilheyri þeim hópi einstaklinga sem vil að stjórnvöld & talsmaður neytenda fari í þá vegferð að lagfæra alla þá slæmu "lagakróka & svikaleiðir" sem tryggingarfélög hérlendis hafa komið sér upp.  Maður tárast oft þegar maður heyrir slæmar sögur af þessum tryggingarfélögum, óeðlilega oft gerist það að fólk kaupir tryggingu og svo þegar tjónið verður þá kemur "ávalt í ljós að í blindra letrinu" sem engin nær að lesa kemur fram smá klausa sem fríar þessi trygginarfélög næstum því ávalt undan ábyrgð.  "Can yOu beliefve it - they are not going to pay....Tounge?"

Ein af uppáhalds bíómyndum mínum er t.d. "The Man who sued GOD", í þeirri mynd er gefin ágætt innsýn í að því miður þá eru þessi tryggingarfélög ávalt til "háborinnar skammar...Bandit".  Í Fréttarblaðinu þann 30. apríl 2008 (p:2) er viðtal við eiganda bíls sem skemmdist ILLA undan fótbolta við Egilshöll, en tryggingarfélag hans neitaði að borga TJÓNIÐ og rökin (rökleysan) voru þau að "um slys hefði verið að ræða sem engum hafi verið að kenna..Cool".  Nú síðan má lesa sorgarsögu Anton Bjarnasonar í Morgunblaðinu 3. apríl 2008 (p:23) og  í Morgunblaðinu þann 15. apríl 2008 (p:23) þar birtist sorgarsaga Ástu Huldu Markúsdóttur.  Bæði Anton & Ásta koma inn á slys á erlendri grundu og lýsa svo ÓTRÚLEGRI sögu sinni í tengslum við aðkomu sinna "tryggingarfélaga & VISA".  Í hnotskurn eru þau að benda á að báðir þessir aðilar eru að auglýsa "falskt öryggi" - "vörusvik" - þessir aðilar eru "ítrekað" að hafa fólk af fíplum...Whistling.  Verst er að þetta skítapakk (tryggingarfélögin) skammast sýn ekkert og fara ótrúlega illa með skjótlstæðinga sem hafa greitt þeim fyrir vöru sem reynist næstum ávalt vörusvik!

Það er því soldið broslegt að nokkrum útrásar skúrkum skuli hafa tekist að "tæma þessa dygru tryggingarsjóði" sem tryggingarfélögin höfðu komið sér upp með því t.d. að komast hjá að greiða bætur o.s.frv.  Ég kom inn á það í öðru bloggi mínu að stjórnvöld & Talsmaður neytenda verða að grípa inn í þessa svikamyllur tryggingarfélaga og vernda okkur neytendur.  Ég get t.d. ekki sæt mig við það sem neytenda hérlendis að tryggingargjöld á bílnum mínum fari t.d. úr kr. 30.000 upp í kr. 95.000, á 4 árum - þessi fákeppnis markaður fær "frítt spil" til að "nauðga íslenskum neytendum endarlaust" og okkur er öllum gróflega misboðð...Bandit.  Ég vil taka það fram að ég hef t.d. ALDREI lent í árekstri en á samt að greiða kr. 95.000 í tryggingu fyrir bíl sem kostaði kr. 80.000,- svona SVINDL er bara ekki að gera sig - ég lít á þessi fyrirtæki sem "atvinnu villimenn sem fá að nauðga skjólstæðingum sýnum endarlaust..Crying."  Það er vitlaust gefið í þessum bransa og ég sem dómari gef þeim "rauða spjaldið - ávalt..!"

Í tengslum við þennan dóm sem Mbl. fjallar um þá kemur fram að væntanlegur kaupandi bílsins hafi vissulega sýnt af sér "vítavert & glæfralegt framferði í akstri."  Í fréttinni segir m.a.: "Hann skautaði á milli akreina, á milli bíla sem stöðvað höfðu á ljósunum en hafnaði á tveimur bílum sem voru að aka yfir gatnamótin eða biðu færis." Vissulega má færa rök fyrir því að lítil ástæða sé að borga út tryggingatjón fyrir svona aksturslag. Þetta verður þannig mál á milli ökumannsins og eigandans, eigandinn þarf að gera kröfu á þennan brjálæðing sem reynslu keyrði bílinn..Halo.  En frekar líklegt er að sá aðili sé engan veginn borgunarmaður fyrir þessu tjóni.  Ég leyfi mér að efa að tryggingarlögin séu eins á Norðurlöndum hvað þetta varðar.  Er það virkilega þannig að þegar fólk er að selja bíl sinn þá geti tryggingar ávalt komist hjá að greiða tjón er verður á bílnum ef um gáleysislegan akstur er að ræða af væntalegum kaupanda??  Hvað finnst bílasölum um svona dóma?  Ég myndi persónulega ekki þora að gefa kost á reynslu akstri ef ég ætti Porche sem ég væri að reyna að selja, nema þá að ég sæti í bílnum með bílstjóra til þess að reyna að hafa hemili á honum.... Grin.  Hvað ef mér sem eiganda bílsins mistekst síðan að hafa hemil á akstri bílstjóra og bílstjórinn rústar bílnum mínum og slasar mig í leiðinni?  Fæ ég þá ekki krónu í bætur frá tryggingarfélaginu?  Fæ ég hugsanlega svarið: "Sorry - gengur bara betur næst..Frown."  Því miður er ekki skortur á "fábjánum" sem keyra um eins og "villimenn" sem valda því að tryggingargjöld þjóta upp...!

Ég vil bara ítreka þá skoðun mína að ég er í þeim hópi fólks sem TREYSTIR alls ekki þessum tryggingarfélögum, þau hafa ítrekað sýnt það í VERKI, bæði hérlendis & erlendis að þau hafa mikið fyrir því að reyna að komast hjá greiðslu....Bandit.  Gott dæmi um slíkt er að sjá í bíómyndinni "The Rainmaker", en þessar myndir sem ég nefni í minni færslu eru báðar frábærar - gefa gott innsýn í þá "siðblindu" sem tengist tryggingarfélögunum, þau gera allt sem þau geta til að komast hjá því að greiða út pening..Cool.

kv. Heilbrigð skynsemi


mbl.is Eigandinn ber tjónið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir..!

Jólin komin með hækkandi sól & FRIÐUR ríkir loks í landinu...Grin.  Þeir sem ætla að skila auðu ættu að íhuga vandlega að veita jólasveinninum okkar brautargengi - gefum sjálfum okkur óvæntan glaðning.  Án alls gríns, þá getur maður ekki annað en samglaðst stuðningsmönnum ÓFRIÐS..!  Mikilvægt að rödd hans hljómi og það væri þjóðargæfa ef okkur tekst að virkja menn eins og hann til góðra verka.  Allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.  En sem "borgari" í þessu landi þá ætla ég að veita í þessum kosningum Borgarahreyfingunni minn stuðning - þjóðin þarf ferska vinda í stað spillingar sem teygt hefur sig inn í stjórnmál (VG þó undanskilið).  Þegar VG bauð fram í fyrsta sinn þá veit ég þeim með ánægju brautargengi, nú er komið að því að veita Borgarhreyfingunni & þjóðinni brautargengi...Grin.  Á næsta ári mun ég svo gera upp á milli "VG eða Framsókn", en það er sú draumastjórn sem landið þarf, við þurfum að koma XS í gott frí - þeirra skipstjórar voru upp í brú þjóðarskútunnar sofandi og því get ég engan veginn kosið þann flokk...Whistling.  Ránfuglinn klikkar ekki á sinni "hagsmunar gæslu" - flokkurinn náði að berja meirihluta Alþingis í svaðið með málþófi & sigra þannig ÞJÓÐINA.  Þessi flokkur kan ekki að skammast sýn, því miður...!

Ég vísa á góða blogg færslu "miðbæjar íhaldssins" sem mun eins og ég ekki geta réttlæt það að kjósa flokk sem jafn blygðunarlaust berst fyrir "hagsmunum fára útvaldra aðila"& gegn þjóðarhagsmunum jafn "grímulaust" - mér er gróflega misboðið - RÁNFUGLINN verður að STOPPA..!  Hvað þarf að gerast til að flokksmenn átta sig á því að LÍÚ, SA & Herforingjaráð verzlunarmanna er í raun búnir að hertaka flokkinn!  Kæru félagar i XD sýnið smá mótþróa - reynið að koma flokknum aftur á rétta braut..Grin, ykkar & þjóðarinnar vegna.  Maður finnur til með því frábæra fólki sem er að finna innan flokksins.

kv. Heilbrigð skynsemi


mbl.is Framboð P-lista úrskurðað gilt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Týndi veski..!

Þann 30. janúar á þessu ári var ég að versla í Fjarðarkaup og týndi veskinu mínu, ég er ánægður að sjá að það er fundið, en ég sé að það er ekki lengur neinn ástæða hjá mér að sækja veskið..Grin.   Í ca. 10 ár hef ég grátbeðið Íslenska Getspá til að taka upp eins "spilakerfi og er í Noregi", ef slíkt kerfi væri í gangi hérlendis þá myndu allir vinningar skila sér "ávalt til eigenda".  Kerfið í Noregi er þannig að allir sem spila í "Lengjunni, Lottó o.s.frv." kaupa í byrjun spilakort fyrir 50 norskar krónur og á þessu korti kemur fram nafn viðkomandi eigenda og reikningsnúmer hans.  Svo þegar maður vinnur þá er upphæðin bara lögð inn á bankareikning hjá manni.  Ég hef kvartað við Talsmann neytenda og ég hef krafist þess í 10 ár að stjórnvóld beiti sér fyrir breytingum.  Það er hagur Íslenskra getrauna að viðhalda arfavitlausu kerfi, á meðan tapast milljónir okkar spilar og enda svo í vasa Íslenskra getrauna frá aðilum sem hafa týnt sýnum miðum..Bandit, þetta er ekki boðlegt frekar en flest annað á þessari Djöfleyju..Whistling, svikamyllur á hverju horni. 

Munið þið kæru lesendur þegar hægt var að tryggja bílinn fyrir ca. 33.000 krónur, nú skilst mér að 5 árum seinna sé sama trygging kominn upp í ca. 120.000 krónur - ef þetta eru ekki atvinnuglæpamenn sem fá enn og aftur að misnota "fákeppnis markaðinn hérlendis" þá veit ég ekki hvað!  Ég mun byðja Talsmann neytenda til að beita sér í þessum málum, það er ekki endarlaust hægt að nauðga okkur íslenska sauðnum, þó svo við búum í SVÍNABÆ...Crying.  Hvað er annars að frétta af okkar yfirgrís, hvar ert þú nú Óli grís?  Hvar er rödd þín nú þegar þjóð þín þarf á smá hvatningar orðum að halda???  Ert þú kannski á skíðum í USA með okkar frábæru verkalýðsforystu??  Ég vil að lokum óska þessari fjölskyldu í Hafnarfirði innilega til hamingju með frábæran vinning....Grin, ekki kaupa hlutabréf í Decode - fjárfestið frekar í ykkar eigin hamingju..!

kv. Heilbrigð skynsemi


mbl.is Vinningsmiði fannst fyrir tilviljun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

All gone away..!

Landic POVERTY....Wink hefur keypt eignir, hérlendis & aðallega erlendis á "háu yfirverði" og síðan verður  algjört hrun á fasteigna verði í heiminum sem þýðir að auðvelt verður fyrir fjársterka aðila að hirða upp þessar eignir á slik, eflaust þeir sömu sem kaupa þetta & stóðu fyrir sölunni til íslendinga á sínum tíma..WhistlingMaður hefur það á tilfinningunni að erlendis, sérstaklega í Danmörku & UK hafi snjalir erlendir viðskiptamenn leikið gróflega á íslenska viðskipta sauðinn!  Sérstaklega fyndið að horfa upp á kaup Exista á bresku JBS sportkeðjunni, borguðu ca. 80 fallt yfirverð....Grin. Í tengslum við Landic Property sýnist mér að Ingibjörg Pálmadóttir & aðrir hluthafar séu að missa allt sitt, af því Toxit Jón var með "mikilmennsku brjálæði" í tengslum við fjárfestingar í UK.  Ef ég væri spákona, þá myndi ég spá "hjónaskilnaði" hjá þeim.  Ég á frekar auðvelt með að fyrirgefa fólki, en ég held að ég ætti í "smá" erfiðleikum með að fyrirgefa það ef kærastinn minn (eða kona mín...Grin) myndi brenna upp allan minn auð...!  Jón á eftir að ná sér á strikk aftur í UK, en þetta þurfti aldrei að fara svona illa hjá "ToxitBaug", en því miður fékk Jón með frekju að æða áfram & bulla & rugla út í það óendalega.  Maður finnur til með hans ástvinnum sem tapa gríðarlega á þessu ævintýralegu áhættu sem Jón var ávalt tilbúinn að taka á erlendri grundu.  Þau & lánadrottnar sem létu leika á sig, þetta fólk á alla mína samúð.  Jón þarf enga samúð, hann á hana ekki skilið, enda virðist manni að honum sé í raun skítsama um "allt & alla" svo framarlega sem hann fær sitt fram....Whistling.  Margur verður að aurum api...!

kv. Heilbrigð skynsemi


mbl.is Landic Property óskar eftir greiðslustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjaraskerðing staðreynd!

Flest ALLIR íslenskir launamenn hafa orðið fyrir kjaraskerðingu eftir bankahrunið, fyrir utan það að íslenska krónan er ávalt að valda okkur launþegum í þessu landi gríðarlegri kjaraskerðingu..Whistling.  Á fundi hjá Samfylkingunni á Grand Hótel í dag (16. apríl) kom fram í ræðu Katrínar Ólafsdóttur lektors að reiknað er með 12% HALLA á landsframleiðslu milli tekna & útgjalda íslenska ríkissins, sem þýðir í raun að bilið verður líklega 18% í ljósi þess að samfélagið er á "hengibrúninni", neysla frosinn og líklegt hrun blassir við þjóðarskútunni!  Þegar stjórnvöld standa frami fyrir slikum veruleika þá VERÐUR að ná alverulega niður ríkisútgjöldum, það gerir maður með því að skera veglega niður launakostnað..Undecided!  Þessi augljósa STAÐREYND er ekki Katrínu að kenna, hún sem ábyrgur stjórnmálamaður er einfaldlega að bregðast við því hruni sem gerðist á vakt RÁNFUGLSINS.  Það væri betra fyrir framtíðar umræður ef SFR & BSRB viðurkenni þessa augljósu staðreynd og stingi upp á lausnum í tengslum við þann VERULEIKA sem nú blassir við okkur!  Við verðum að ná gríðarlega niður ríkisútgjöldum, skera niður í Utanríkisþjónustu og lækka laun ALLSTAÐAR í hinum opinbera geira.  Síðan verða að koma fram skattahækkanir sem ná til manna eins og Finn Ingólfssonar & Davíð Oddssonar...Whistling.  Fyrir löngu kominn tími á að þeir greiði meira í ríkiskassann, auk þess sem auðmenn sem hafa yfir 1 milljón í laun "eiga að fá aukaskatt á þau laun".  RÁNFUGLINN sá til þess að hérlendis hefur alltaf verið mjög ósanngjarnt skattkerfi.  Ég treysti alveg VG til að útbúa réttlátt skattkerfi - XD hefur svo sannarlega sýnt síðustu 40 árin að þeim er ekki treystandi er kemur að því að koma hér upp "réttlátu samfélagi" ég vona að XD fái mjög gott frí í "gjöf frá þjóðinni....Grin."

kv. Heilbrigð skynsemi


mbl.is Orð Katrínar falla í grýttan jarðveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styrkir!

Ég get upplýst að ráðgjafafyrirtækið mitt "Heilbrigð skynsemi" ákvað enn eitt árið að sleppa því að veita XD styrk, slíkar hugmyndir áttu ekki "upp á borð hjá mér....Grin."  En ég get staðfest að ég hef sótt um "milljóna styrk" til XD í tengslum við Mannræktunarfélag Íslands, og ég mun með "bros á vör" taka við þeim milljónum, enda löngu tímabært að ég fái "rúsínur í minn hafragraut..Whistling."

kv. Heilbrigð skynsemi


mbl.is Enn ósamið um þinglok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Traust!

Í mbl. kemur fram að kjarasamningar BHM losnuðu 1. apríl s.l. Guðlaug sagði ákveðið samráð vera með aðilum vinnumarkaðarins. Þar væri m.a. rætt um fjárhagsvanda ríkisins og aðgerðir tengdar honum. „Svona einhliða yfirlýsingar eru ekki til þess fallnar að auka traust í svoleiðis samræðum,“ sagði Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM.  Hvað er Guðlaug að bulla....Whistling?  Katrín kemur fram af heiðarleika og upplýsir stöðu mála!  Þjóðarskútan er að sökkva, eitthvað sem gerðist af því að "stjórnvöld & verkalýðsfélögin SVÁFU á vaktinni!"  Afleiðingar þessa hruns eru að skera verður VERULEGA niður ríkisútgjöld sem þýðir launalækkanir og hugsanlegar uppsagnir hjá hinum opinbera..!  Katrín og VG vilja helst komast hjá því að fækka fólki ef það er hægt er að fara þá leið að lækka laun og þannig komast hjá því að segja upp fólki.  Mér finnst það aðdáunarverð hugsun, þó ég leyfi mér að efa að ekki þurfi að koma einnig til uppsagna!  Ef það telst ekki traustvekjandi að segja SANNLEIKANN, þá skil ég ekki þetta þjóðfélag...Grin.  Guðlaug hjá BHM & Gylfi hjá ASÍ ættu frekar að reyna að koma að borðinu með lausnir, ég frábið mér meira lýðskrum frá okkar  verkalýðsforingjum sem mér finnst vægast  sagt mjög daprir.

kv. Heilbrigð skynsemi


mbl.is Kjaraskerðing þegar hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin er slegin niður!

Á meðan vinstri stjórn er að slá niður þjóð sýna, þá heyrist ekki orð frá ASÍ, enda hefur Samspillingin forystu ASÍ í vasanum, þannig að ekki heyrist sú rödd, en sem betur fer getur maður alltaf stólað á að rödd "Heilbrigðar skynsemi" & rödd "Bubba Morthens" heyrist...Grin.  Í mbl les maður: „Ég er sleginn yfir því að stjórnvöld ætli að láta almenning blæða. Það er greinilegt að yfirvöld ætla að bjarga bönkunum og bakka þá upp í því að knésetja fólkið. Af hverju fá fyrirtæki fyrirgreiðslu en almenningur ekki? Auðvitað gapir maður.“  Okkar arfalélegi fjármálaráðherra sagði að hann yrði að lána VBS og Ice Capital lán með 2% vöxtum af því að ÞEIR (fjármálastofnanir) réðu ekki við hærri vexti..Whistling, en síðan eiga önnur íslensk fyrirtæki, einstaklingar og fjölskyldur að greiða 15-18% vexti eins og ekkert sé sjálfsagðara...Bandit.  Það var sem sagt slegin skjaldborg um "fjármagnseigendur & lífeyrissjóðina", en þjóðin var enn og aftur "afgangsstærð".  Almenningi hefur verið að blæða út síðustu 2 árin og stjórnvöld bjóða upp á þá lausn (lýðskrum) að lengja í lánunum!  Dragúla (Steingrímur J) ætlar sem sagt að "sjúga allt blóð (pening) sem hann kemst yfir" - svo kynna menn sig sem vinstri menn, aðila sem séu að hlúa að þjóðinni og þeim sem minna mega sýn..Whistling.

Hugmyndin um útborgun á séreignarsparnaði kom frá mér í ágúst 2008, og það tók þessa fábjána rúma 6 mánuði að koma þeirri hugmynd í framkvæmd.  Í október stakk ég upp á því að ALLIR þeir ábyrgðarmenn sem þurfa að greiða skuldir ANNARA fái 20-25% afslátt gegn því að greiða upp þessar skuldir sem falla á þá...Halo. Slíkur gjörningur kemur sér vel fyrir ábyrgðarmann, kemur sér vel fyrir þann sem þarf að endurgreiða ábyrgðarmanni skuld sýna síðar meir og slík lausn kemur í veg fyrir annað bankahrun.  En hvað gerir Dragúla?  Ekkert, enda hefur þjóðin ekki ennþá upplifa lausnir frá VG og því má vissulega færa rök fyrir því að það er þjóðarógæfa að þjóðin sitji uppi með hann sem fjármálaráðherra.  Dagfinnur dýralæknir slátraði heili þjóð, svo kom Dragúla og drekkur úr okkur allt blóð.  Núverandi félagsmálaráðherra segir svo alltaf við þjóðina "sýnið biðlund..Grin."  Okkar stjórnmálamenn (sjálftökulið upp til hópa) er ekkert að skilja samfélagið & þjóð sýna!  Bubbi, ég & öll þjóðin erum ítrekað að reyna að segja "stjórnvöldum" að við erum "ekki afgangsstærð."   Bubbi spyr réttu spurningarinnar: "Af hverju fá fyrirtæki fyrirgreiðslu en almenningur ekki?" Auðvitað gapir maður,“ segir Bubbi og við viljum fá SVÖR frá þessari arfalélegu ríkisstjórn sem fyrst..Whistling.

kv. Heilbrigð skynsemi


mbl.is Bubbi er sleginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jakob Þór Haraldsson

Höfundur

Jakob Þór Haraldsson
Jakob Þór Haraldsson
Heilbrigð skynsemi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...2009_994877
  • Jakob2009

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband